Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum hækkar eftir fall

Wilhelm Petersen, forstjóri færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum, en gengi félagsins hefur hækkað um 5,5 prósent eftir fall í síðustu viku.
Wilhelm Petersen, forstjóri færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum, en gengi félagsins hefur hækkað um 5,5 prósent eftir fall í síðustu viku.

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 5,5 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag eftir tæplega þriðjungsfall í síðustu viku. Einungis tvö önnur félög hafa hækkað á sama tíma en fimm lækkað, þar af mest í FL Group.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2 prósent í dag og stendur vísitalan í 7.205 stigum.

Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á hlutabréfamörkuðum í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×