Vill reisa jarðhýsi og bílskúr við Esjuberg 9. apríl 2008 05:00 Þingholtsstræti 29a. Húsið reisulega sem byggt var árið 1916 og nú er verið að endurnýja og stækka með viðbyggingu við norðurgaflinn vinstra megin á myndinni. Fréttablaðið/Vilhelm Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir hyggst reisa viðbyggingu með niðurgröfnum kjallara og bílskúr við hús sitt á Þingholtsstræti 29a. Samkvæmt uppdráttum arkitektastofunnar Argosar verður nýja byggingin í líkum stíl og gamla húsið sem byggt var árið 1916. Á efri hæðinni verður bílskúr með anddyri. Þar fyrir ofan verður bílastæði með aðkomu frá Grundarstíg. Undir bílskúrnum og bílastæðinu verður stórt rými með heitum potti, gufubaði, búningsherbergjum og þvottahúsi. Innangengt verður frá báðum hæðum nýju byggingarinnar í gamla húsið. Eins og fram kom í viðtali við Ingunni í Fréttablaðinu fyrir tveimur mánuðum þarfnaðist Þingholtsstræti 29a mikils viðhalds utan sem innan. Hún hefur hins vegar verið að láta taka húsið í gegn hátt og lágt og hyggst standsetja það sem fjölskylduhús. Í húsinu voru lengst af höfuðstöðvar Borgarbókasafns Reykjavíkur, allt frá árinu 1952 til ársins 2000. Síðast bjó þar norski listmálarinn Odd Nerdrum, sem seldi Ingunni húsið í fyrra. Erindi Ingunnar var tekið fyrir á síðasta fundi skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Spurðist Argos fyrir hönd Ingunnnar fyrir um það hvort henni yrði heimilað að reisa umrædda viðbyggingu. „Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst,“ segir í afgreiðslu skipulagsfulltrúa. Þingholtstræti 29a er sögufrægt hús og ein þeirra bygginga í miðbæ Reykjavíkur sem mestan svip setja á umhverfi sitt. Stefán Örn Stefánsson, arkitekt hjá Argos, játar því að viðbúið sé að margir muni láta sig útlit viðbyggingarinnar varða. „Yfirbragðið verður það sama og í gamla húsinu, til dæmis verður kopar á þaki,“ segir Stefán, sem ekki væntir andstöðu við áformin. „Þetta verður nú ekki fyrir viðbyggingu að sjá. Ofanjarðar er þetta fyrst og fremst bílskúr. Þetta verður voðalega lítið áberandi en bætir fyrst og fremst aðstöðuna í húsinu.“ Hús og heimili Tengdar fréttir Nerdrum selur Ingunni Borgarbókasafnshúsið Listmálarinn Odd Nerdrum er fluttur heim til Noregs og hefur selt milljarðamæringnum Ingunni Wernersdóttur húsið að Þingholtstræti 29a. Nerdrum greiddi 100 milljónir fyrir húsið en söluverðið fæst ekki gefið upp. 27. júlí 2007 02:30 Blæs nýju lífi í glæsivillu Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. 7. febrúar 2008 05:30 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir hyggst reisa viðbyggingu með niðurgröfnum kjallara og bílskúr við hús sitt á Þingholtsstræti 29a. Samkvæmt uppdráttum arkitektastofunnar Argosar verður nýja byggingin í líkum stíl og gamla húsið sem byggt var árið 1916. Á efri hæðinni verður bílskúr með anddyri. Þar fyrir ofan verður bílastæði með aðkomu frá Grundarstíg. Undir bílskúrnum og bílastæðinu verður stórt rými með heitum potti, gufubaði, búningsherbergjum og þvottahúsi. Innangengt verður frá báðum hæðum nýju byggingarinnar í gamla húsið. Eins og fram kom í viðtali við Ingunni í Fréttablaðinu fyrir tveimur mánuðum þarfnaðist Þingholtsstræti 29a mikils viðhalds utan sem innan. Hún hefur hins vegar verið að láta taka húsið í gegn hátt og lágt og hyggst standsetja það sem fjölskylduhús. Í húsinu voru lengst af höfuðstöðvar Borgarbókasafns Reykjavíkur, allt frá árinu 1952 til ársins 2000. Síðast bjó þar norski listmálarinn Odd Nerdrum, sem seldi Ingunni húsið í fyrra. Erindi Ingunnar var tekið fyrir á síðasta fundi skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Spurðist Argos fyrir hönd Ingunnnar fyrir um það hvort henni yrði heimilað að reisa umrædda viðbyggingu. „Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst,“ segir í afgreiðslu skipulagsfulltrúa. Þingholtstræti 29a er sögufrægt hús og ein þeirra bygginga í miðbæ Reykjavíkur sem mestan svip setja á umhverfi sitt. Stefán Örn Stefánsson, arkitekt hjá Argos, játar því að viðbúið sé að margir muni láta sig útlit viðbyggingarinnar varða. „Yfirbragðið verður það sama og í gamla húsinu, til dæmis verður kopar á þaki,“ segir Stefán, sem ekki væntir andstöðu við áformin. „Þetta verður nú ekki fyrir viðbyggingu að sjá. Ofanjarðar er þetta fyrst og fremst bílskúr. Þetta verður voðalega lítið áberandi en bætir fyrst og fremst aðstöðuna í húsinu.“
Hús og heimili Tengdar fréttir Nerdrum selur Ingunni Borgarbókasafnshúsið Listmálarinn Odd Nerdrum er fluttur heim til Noregs og hefur selt milljarðamæringnum Ingunni Wernersdóttur húsið að Þingholtstræti 29a. Nerdrum greiddi 100 milljónir fyrir húsið en söluverðið fæst ekki gefið upp. 27. júlí 2007 02:30 Blæs nýju lífi í glæsivillu Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. 7. febrúar 2008 05:30 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Nerdrum selur Ingunni Borgarbókasafnshúsið Listmálarinn Odd Nerdrum er fluttur heim til Noregs og hefur selt milljarðamæringnum Ingunni Wernersdóttur húsið að Þingholtstræti 29a. Nerdrum greiddi 100 milljónir fyrir húsið en söluverðið fæst ekki gefið upp. 27. júlí 2007 02:30
Blæs nýju lífi í glæsivillu Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. 7. febrúar 2008 05:30