Obama kætir bandaríska fjárfesta 8. desember 2008 21:13 Barack Obama, sem tekur við forsetastólnum af George W. Bush, á nýju ári. Fjárfestar eru kampakátir með aðgerðir í efnahagsmálum sem hann boðaði um helgina. Mynd/AP Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir. Á meðal verkefna forsetans verðandi, sem hann kynnti um helgina, er aukinn kraftur í vegalagningu, byggingastarfsemi á vegum hins opinbera og uppbyggingu háhraðanettenginga um landið endilangt, svo fátt eitt sé nefnt. Gangi allt að óskum verður verkefnið eitt það viðamesta sem bandaríska stjórnkerfið hefur staðið fyrir síðan í vegalagningunni ríkja á milli fyrir hálfri öld, að sögn Associated Press-fréttaveitunnar. Gengi bréfa í iðnfyrirtækjum og framleiðendum þungavinnuvéla hækkaði talsvert. Svo sem í bréfum Caterpillar, sem stökk upp um þrettán prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í álrisanum Alcoa, sem rekur álverið á Reyðarfirði, um nítján prósent. S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,84 prósent, Dow Jones-vísitalan um 3,46 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,14 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir. Á meðal verkefna forsetans verðandi, sem hann kynnti um helgina, er aukinn kraftur í vegalagningu, byggingastarfsemi á vegum hins opinbera og uppbyggingu háhraðanettenginga um landið endilangt, svo fátt eitt sé nefnt. Gangi allt að óskum verður verkefnið eitt það viðamesta sem bandaríska stjórnkerfið hefur staðið fyrir síðan í vegalagningunni ríkja á milli fyrir hálfri öld, að sögn Associated Press-fréttaveitunnar. Gengi bréfa í iðnfyrirtækjum og framleiðendum þungavinnuvéla hækkaði talsvert. Svo sem í bréfum Caterpillar, sem stökk upp um þrettán prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í álrisanum Alcoa, sem rekur álverið á Reyðarfirði, um nítján prósent. S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,84 prósent, Dow Jones-vísitalan um 3,46 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,14 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira