Að segja satt og rétt frá Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 23. október 2008 03:30 Borgarfulltrúarnir Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svavarsdóttir fjalla um REI-málið í Fréttablaðinu á mánudaginn undir fyrirsögninni „Sannleikurinn er góður grunnur". Grein þeirra gengur út á að rengja ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að hinir svokölluðu sexmenningar hafi komið í veg fyrir kaup FL Group og Geysis Green Energy á REI. Í staðinn bjóða þær upp á söguskýringar sem ganga út á að eigna sjálfum sér það þarfaverk að hafa stöðvað málið. Lykilatriði í málinu er að stjórn OR samþykkti söluna á REI til FL Group og Geysis Green á stjórnarfundi fyrir ári. Sigrún Elsa sat þennan örlagaríka stjórnarfund fyrir hönd Samfylkingarinnar og samþykkti söluna. Svandís sat einnig fundinn fyrir hönd Vinstri grænna og ákvað hún að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Að sitja hjá er því miður fyrir Svandísi hreint ekki það sama og vera á móti málinu og segja nei. Með þessar staðreyndir í huga er því frekar skondið að sjá borgarfulltrúana tvo segjast segja sannleikann í grein sinni þar sem þær reyna að eigna sér stöðvun málsins. Augljóst er af ofansögðu að sú túlkun er röng. Enginn af okkur „sexmenningum" sat í stjórn OR sem samþykkti söluna. Þar sem við vorum hins vegar algerlega á móti málinu frá fyrstu mínútu upphófst atburðarás sem borgarbúar þekkja ágætlega. Sú atburðarás leiddi til þess að salan á REI og miklum verðmætum úr OR gekk ekki eftir. Þvert á það sem stjórn OR ákvað, með Sigrúnu Elsu og Svandísi innanborðs. Við sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem vorum allan tímann á móti málinu upplifðum verulegt mótlæti í fyrra fyrir það að standa föst á sannfæringu okkar. Það er því fróðlegt í dag, þegar öllum er það ljóst að það hefði verið algert glapræði að selja REI og stóran hluta Orkuveitunnar til áhættufjárfesta eins og lagt var upp með, að sjá borgarfulltrúa sem kusu með málinu eða sátu hjá vilja eigna sér málið. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúarnir Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svavarsdóttir fjalla um REI-málið í Fréttablaðinu á mánudaginn undir fyrirsögninni „Sannleikurinn er góður grunnur". Grein þeirra gengur út á að rengja ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að hinir svokölluðu sexmenningar hafi komið í veg fyrir kaup FL Group og Geysis Green Energy á REI. Í staðinn bjóða þær upp á söguskýringar sem ganga út á að eigna sjálfum sér það þarfaverk að hafa stöðvað málið. Lykilatriði í málinu er að stjórn OR samþykkti söluna á REI til FL Group og Geysis Green á stjórnarfundi fyrir ári. Sigrún Elsa sat þennan örlagaríka stjórnarfund fyrir hönd Samfylkingarinnar og samþykkti söluna. Svandís sat einnig fundinn fyrir hönd Vinstri grænna og ákvað hún að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Að sitja hjá er því miður fyrir Svandísi hreint ekki það sama og vera á móti málinu og segja nei. Með þessar staðreyndir í huga er því frekar skondið að sjá borgarfulltrúana tvo segjast segja sannleikann í grein sinni þar sem þær reyna að eigna sér stöðvun málsins. Augljóst er af ofansögðu að sú túlkun er röng. Enginn af okkur „sexmenningum" sat í stjórn OR sem samþykkti söluna. Þar sem við vorum hins vegar algerlega á móti málinu frá fyrstu mínútu upphófst atburðarás sem borgarbúar þekkja ágætlega. Sú atburðarás leiddi til þess að salan á REI og miklum verðmætum úr OR gekk ekki eftir. Þvert á það sem stjórn OR ákvað, með Sigrúnu Elsu og Svandísi innanborðs. Við sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem vorum allan tímann á móti málinu upplifðum verulegt mótlæti í fyrra fyrir það að standa föst á sannfæringu okkar. Það er því fróðlegt í dag, þegar öllum er það ljóst að það hefði verið algert glapræði að selja REI og stóran hluta Orkuveitunnar til áhættufjárfesta eins og lagt var upp með, að sjá borgarfulltrúa sem kusu með málinu eða sátu hjá vilja eigna sér málið. Höfundur er borgarfulltrúi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun