Lækkun á flestum mörkuðum 10. september 2008 09:17 Hlutabréf hafa almennt lækkað í verði á meginlandi Evrópu og í Asíu í dag eftir skell í gær. Mikil lækkun var að meðaltali á hlutabréfaverði um allan heim í gær eftir að fréttir bárust af því að slitnað hefði upp úr viðræðum bandaríska fjárfestingabankans Lehmans Brothers og kóreska þróunarbankans. Kóreski bankinn hafði ásamt hópi fjárfesta skoðað kaup á fjórðungshlut í bandaríska bankanum. Lehman er sagður glíma við alvarlega fjárhagsörðugleika og geta ekki aflað sér fjár með sölu eigna þar sem fáir vilji snerta á eignasafni bankans sem hefur hrunið í verði. Gengi bréfa í bankanum féll um 45 prósent í gær. Það hefur jafnað sig mjög og hækkað um 33 prósent í utanþingsviðskiptum. Bankinn hefur flýtt birtingu uppgjörstalna um viku vegna aðstæðnanna sem komnar eru upp og birtir þær fyrir opnun markaða. Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,44 prósent sem er nokkuð minni lækkun en á asískum hlutabréfamörkuðum í dag. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,5 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 27 prósent á sama tíma og Cac-40 vísitalan í Frakklandi stendur næsta óbreytt. Nokkur lækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum, mest er lækkunin í Kaupmannahöfn en aðalvísitalan þar hefur lækkað um 0,98 prósent. Þá hefur norska vísitalan hækkað um 0,55 prósent eftir sex prósenta fall í gær. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf hafa almennt lækkað í verði á meginlandi Evrópu og í Asíu í dag eftir skell í gær. Mikil lækkun var að meðaltali á hlutabréfaverði um allan heim í gær eftir að fréttir bárust af því að slitnað hefði upp úr viðræðum bandaríska fjárfestingabankans Lehmans Brothers og kóreska þróunarbankans. Kóreski bankinn hafði ásamt hópi fjárfesta skoðað kaup á fjórðungshlut í bandaríska bankanum. Lehman er sagður glíma við alvarlega fjárhagsörðugleika og geta ekki aflað sér fjár með sölu eigna þar sem fáir vilji snerta á eignasafni bankans sem hefur hrunið í verði. Gengi bréfa í bankanum féll um 45 prósent í gær. Það hefur jafnað sig mjög og hækkað um 33 prósent í utanþingsviðskiptum. Bankinn hefur flýtt birtingu uppgjörstalna um viku vegna aðstæðnanna sem komnar eru upp og birtir þær fyrir opnun markaða. Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,44 prósent sem er nokkuð minni lækkun en á asískum hlutabréfamörkuðum í dag. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,5 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 27 prósent á sama tíma og Cac-40 vísitalan í Frakklandi stendur næsta óbreytt. Nokkur lækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum, mest er lækkunin í Kaupmannahöfn en aðalvísitalan þar hefur lækkað um 0,98 prósent. Þá hefur norska vísitalan hækkað um 0,55 prósent eftir sex prósenta fall í gær.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira