Úrbæturnar hrökkva skammt Valur Þráinsson skrifar 30. nóvember 2008 06:00 Þann 30.10.2008 samþykkti menntamálaráðherra tillögur stjórnar LÍN er snúa að sveigjanlegri reglum til að koma til móts við nema erlendis sem verða fyrir barðinu á þeirri banka- og gjaldeyriskreppu sem ríður yfir Ísland þessa dagana. Samþykktar voru breytingar í sex liðum og snertir liður fjögur skiptinema erlendis beint. Sú breyting hljóðar svo: „Í stað þess að útreikningur vegna námslána skiptinema skólaárið 2008-2009 miðist við gengið 1. júní 2008 verður útreikningurinn miðaður við gengi 26. september 2008. Að öðru óbreyttu þýðir þetta um 23% hækkun framfærslulána til þessa hóps miðað við fyrri áætlun." Rétt er það að þessi breyting þýðir um 23% hækkun framfærslulána að öðru óbreyttu. Hins vegar má spyrja sig hvort stjórnarmenn LÍN hafi ekki gert sér grein fyrir því þann 31.10.2008 þegar þessi breyting var samþykkt að hún mundi ekki duga til? Gengi íslensku krónunnar hafði þá þegar veikst um 11,4% frá þeirri dagsetningu sem útreikningur lána erlendra skiptinema á að miða við. Gengi krónunnar hefur verið í stöðugu veikingarferli undanfarna mánuði. Því er það staðreynd að frá 26.09.2008 hafa framfærslulán erlendra skiptinema í þeirri mynt sem þeir notast við verið að rýrna. Íslenska krónan hefur veikst um 23,2% frá 26.09.2008 til og með 25.11.2008, sé miðað við gengisvísitölu Seðlabanka Íslands. Þar af leiðandi hafa íslenskir skiptinemar erlendis þurft að draga saman eyðslu sína um samsvarandi hlutfall til þess að námslánin sem þeir fá greidd út í janúar, í íslenskum krónum, dugi fyrir áætlaðri framfærslu. Ekki þýðir fyrir skiptinema að koma með þessi rök þegar þeir borga leiguna eða fara út í búð að kaupa í matinn. Þegar gengi krónunnar veikist, breytist kostnaður skiptinema erlendis ekkert, í erlendri mynt. En eykst í krónum talið. Því er það eina sem skiptinemar geta gert ef þeir ætla að lifa á þeirri lágmarksframfærslu sem þeir eiga að fá, að draga saman neyslu sína, eða fá yfirdrátt hjá bankanum, og koma heim úr skiptinámi, ekki bara með námslán, heldur vænan yfirdrátt í þokkabót. Mikil óvissa ríkir um íslensku krónuna og illmögulegt er að spá fyrir um það hvort hún muni veikjast eða styrkjast fram að áramótum, þótt frekar megi reikna með veikingu miðað við þróun undanfarna mánuði. Veldur þetta skiptinemum sem og nemum erlendis miklum vandræðum, þar sem öll áætlanagerð verður erfið. Þess má geta að hjá íslenskum nemum í föstu námi erlendis, þ.e. ekki skiptinemum, miðast útgreiðsla hjá LÍN við gengi á útborgunardegi. Veldur þetta því að jafnræði er ekki gætt meðal íslenskra nema í föstu námi erlendis og íslenskra skiptinema. M.ö.o. fá skiptinemar minna en útreiknaða framfærslu í erlendri mynt útborgaða eftir haustönnina, ef krónan veikist yfir önnina, en meira ef krónan styrkist. Fyrir íslenska nemendur erlendis, aðra en skiptinema, snýst dæmið við. Þeir fá þá meira en áætlaða framfærslu ef krónan veikist yfir önnina, en minna ef hún styrkist. Sem dæmi má nefna tvo nema í Danmörku. Annar er skiptinemi en hinn er í föstu námi, þ.e. ekki skiptinemi. Þeir eru báðir í fullu námi og fá lánað fyrir grunnframfærslu. Ef námslánin hefðu verið greidd út þann 25.11.2008 og miðað við úthlutunarreglur LÍN hefði skiptineminn fengið greiddar 660.655 krónur en neminn í föstu námi 843.652 krónur. Munurinn er 182.997 krónur. Í ljósi núverandi aðstæðna leggur höfundur til að þegar lán fyrir íslenska nemendur erlendis, bæði skiptinema og fasta nema, verða greidd út í janúar 2009 verði miðað við meðaltalsgengi SÍ á námstímabilinu. Með þessu móti geta nemar, sem í flestum tilfellum eru með svipaða meðaleyðslu á mánuði, treyst því að námslánin sem þeir fá í janúar duga fyrir framfærslu í því landi sem viðkomandi nemi er í, með litlum vikmörkum. Hvorki meira né minna. Skora ég á menntamálaráðherra og stjórn LÍN að bregðast við þessari athugasemd því nemar erlendis eiga rétt á því að fá lánað fyrir grunnframfærslu í þeim gjaldmiðli sem notaður er í því landi sem neminn stundar nám í. Íslenskir nemar erlendis hafa allt annað við tíma sinn að gera heldur en að stunda happdrætti með íslensku krónuna! Höfundur er skiptinemi við hagfræðideild Kaupmannarhafnarháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valur Þráinsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 30.10.2008 samþykkti menntamálaráðherra tillögur stjórnar LÍN er snúa að sveigjanlegri reglum til að koma til móts við nema erlendis sem verða fyrir barðinu á þeirri banka- og gjaldeyriskreppu sem ríður yfir Ísland þessa dagana. Samþykktar voru breytingar í sex liðum og snertir liður fjögur skiptinema erlendis beint. Sú breyting hljóðar svo: „Í stað þess að útreikningur vegna námslána skiptinema skólaárið 2008-2009 miðist við gengið 1. júní 2008 verður útreikningurinn miðaður við gengi 26. september 2008. Að öðru óbreyttu þýðir þetta um 23% hækkun framfærslulána til þessa hóps miðað við fyrri áætlun." Rétt er það að þessi breyting þýðir um 23% hækkun framfærslulána að öðru óbreyttu. Hins vegar má spyrja sig hvort stjórnarmenn LÍN hafi ekki gert sér grein fyrir því þann 31.10.2008 þegar þessi breyting var samþykkt að hún mundi ekki duga til? Gengi íslensku krónunnar hafði þá þegar veikst um 11,4% frá þeirri dagsetningu sem útreikningur lána erlendra skiptinema á að miða við. Gengi krónunnar hefur verið í stöðugu veikingarferli undanfarna mánuði. Því er það staðreynd að frá 26.09.2008 hafa framfærslulán erlendra skiptinema í þeirri mynt sem þeir notast við verið að rýrna. Íslenska krónan hefur veikst um 23,2% frá 26.09.2008 til og með 25.11.2008, sé miðað við gengisvísitölu Seðlabanka Íslands. Þar af leiðandi hafa íslenskir skiptinemar erlendis þurft að draga saman eyðslu sína um samsvarandi hlutfall til þess að námslánin sem þeir fá greidd út í janúar, í íslenskum krónum, dugi fyrir áætlaðri framfærslu. Ekki þýðir fyrir skiptinema að koma með þessi rök þegar þeir borga leiguna eða fara út í búð að kaupa í matinn. Þegar gengi krónunnar veikist, breytist kostnaður skiptinema erlendis ekkert, í erlendri mynt. En eykst í krónum talið. Því er það eina sem skiptinemar geta gert ef þeir ætla að lifa á þeirri lágmarksframfærslu sem þeir eiga að fá, að draga saman neyslu sína, eða fá yfirdrátt hjá bankanum, og koma heim úr skiptinámi, ekki bara með námslán, heldur vænan yfirdrátt í þokkabót. Mikil óvissa ríkir um íslensku krónuna og illmögulegt er að spá fyrir um það hvort hún muni veikjast eða styrkjast fram að áramótum, þótt frekar megi reikna með veikingu miðað við þróun undanfarna mánuði. Veldur þetta skiptinemum sem og nemum erlendis miklum vandræðum, þar sem öll áætlanagerð verður erfið. Þess má geta að hjá íslenskum nemum í föstu námi erlendis, þ.e. ekki skiptinemum, miðast útgreiðsla hjá LÍN við gengi á útborgunardegi. Veldur þetta því að jafnræði er ekki gætt meðal íslenskra nema í föstu námi erlendis og íslenskra skiptinema. M.ö.o. fá skiptinemar minna en útreiknaða framfærslu í erlendri mynt útborgaða eftir haustönnina, ef krónan veikist yfir önnina, en meira ef krónan styrkist. Fyrir íslenska nemendur erlendis, aðra en skiptinema, snýst dæmið við. Þeir fá þá meira en áætlaða framfærslu ef krónan veikist yfir önnina, en minna ef hún styrkist. Sem dæmi má nefna tvo nema í Danmörku. Annar er skiptinemi en hinn er í föstu námi, þ.e. ekki skiptinemi. Þeir eru báðir í fullu námi og fá lánað fyrir grunnframfærslu. Ef námslánin hefðu verið greidd út þann 25.11.2008 og miðað við úthlutunarreglur LÍN hefði skiptineminn fengið greiddar 660.655 krónur en neminn í föstu námi 843.652 krónur. Munurinn er 182.997 krónur. Í ljósi núverandi aðstæðna leggur höfundur til að þegar lán fyrir íslenska nemendur erlendis, bæði skiptinema og fasta nema, verða greidd út í janúar 2009 verði miðað við meðaltalsgengi SÍ á námstímabilinu. Með þessu móti geta nemar, sem í flestum tilfellum eru með svipaða meðaleyðslu á mánuði, treyst því að námslánin sem þeir fá í janúar duga fyrir framfærslu í því landi sem viðkomandi nemi er í, með litlum vikmörkum. Hvorki meira né minna. Skora ég á menntamálaráðherra og stjórn LÍN að bregðast við þessari athugasemd því nemar erlendis eiga rétt á því að fá lánað fyrir grunnframfærslu í þeim gjaldmiðli sem notaður er í því landi sem neminn stundar nám í. Íslenskir nemar erlendis hafa allt annað við tíma sinn að gera heldur en að stunda happdrætti með íslensku krónuna! Höfundur er skiptinemi við hagfræðideild Kaupmannarhafnarháskóla
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun