Stjórnendur bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports greindu frá því í gærkvöldi að þeir hefðu keypt bresku skóverslunina Qube Footwear. Kaupverð nemur litlu einu bresku pundi, jafnvirði tæpra 144 íslenskra króna.
Breskir fjölmiðlar hafa eftir Hunter í dag að salan sé liður í uppstokkun á eignasafni West Coast Capital.
Qube hefur gert skurk í rekstrinum og lokað nokkrum fjölda verslana. Eftir standa 22 víðs vegar um Bretland. Félagið tapaði 6,1 milljón punda, jafnvirði 876,5 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári.