Ryanair skoðar aftur yfirtöku á Aer Lingus 1. desember 2008 09:43 Ein af vélum Ryanair. Mynd/AFP Stjórnendur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair áforma að leggja fram tilboð í landa þeirra, Aer Lingus. Verði tilboðið að veruleika er þetta í annað sinn á tveimur árum sem Ryanair reynir við Aer Lingus en það lagði fram yfirtökutilboð í flugfélagið í kringum áramótin 2006. Miðað við tilboðið nemur markaðsverðmæti Aer Lingus 748 milljónir evra. Það er um helmingi lægra en fyrir tveimur árum.Verðmatið er engu að síður fjórðungi yfir lokaverði bréfa í Aer Lingus á föstudag. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kom í veg fyrir kaupin á sínum tíma en niðurstaða stjórnarinnar var sú að með samruna flugfélaganna myndu þau stjórna áttatíu prósentum af öllu flugi til og frá Dublin. Slíkt bryti í bága við samkeppnislög. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segir í samtali við breska ríkisútvarpið í dag aðstæður í efnahagslífinu hafa breyst mjög til hins verra síðan fyrir tveimur árum. Sé útlit fyrir að Aer Lingus verði undir í baráttunni verði ekki gert til að bjarga því. Þá sé ekki stefnan að sameina félögin að öllu leyti. Vélar þeirra muni til dæmi fljúga undir sömu merkjum og nú, að hans sögn. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stjórnendur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair áforma að leggja fram tilboð í landa þeirra, Aer Lingus. Verði tilboðið að veruleika er þetta í annað sinn á tveimur árum sem Ryanair reynir við Aer Lingus en það lagði fram yfirtökutilboð í flugfélagið í kringum áramótin 2006. Miðað við tilboðið nemur markaðsverðmæti Aer Lingus 748 milljónir evra. Það er um helmingi lægra en fyrir tveimur árum.Verðmatið er engu að síður fjórðungi yfir lokaverði bréfa í Aer Lingus á föstudag. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kom í veg fyrir kaupin á sínum tíma en niðurstaða stjórnarinnar var sú að með samruna flugfélaganna myndu þau stjórna áttatíu prósentum af öllu flugi til og frá Dublin. Slíkt bryti í bága við samkeppnislög. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segir í samtali við breska ríkisútvarpið í dag aðstæður í efnahagslífinu hafa breyst mjög til hins verra síðan fyrir tveimur árum. Sé útlit fyrir að Aer Lingus verði undir í baráttunni verði ekki gert til að bjarga því. Þá sé ekki stefnan að sameina félögin að öllu leyti. Vélar þeirra muni til dæmi fljúga undir sömu merkjum og nú, að hans sögn.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira