Hlutabréfavísitölur lækkuðu í Evrópu og Asíu í gær. Evrópska FTSE 100 lækkaði um 0,9 prósent og stendur nú í 5.239 stigum. Nikkei 225 vísitalan í Asíu lækkaði um 0,7 prósent og stendur nú í 12.804 stigum.
Bandarískir afleiðusamningar lækkuðu eftir að Merril Lynch og Microsoft tilkynntu um afkomu undir væntingum.
Dow Jones vísitalan hækkaði hins vegar um 1,85 prósent og stendur nú í 11.477 stigum.