Margslungið mál Einar K. Guðfinnsson skrifar 4. júlí 2008 00:01 Rétt er það að ákvörðun um heildarafla að þessu sinni að hún er ekki að fullu í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar. En er það fréttnæmt? Vissulega ekki. Í fyrra þegar ákveðið var að lækka mjög heildarafla í þorski, var jafnframt tekin ákvörðun um að fara ekki heldur að fullu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar í öllum tegundum. Alveg eins og núna. Að þessari niðurstöðu hnigu þá og hníga nú margvísleg rök, sem ættu að blasa við þeim sem kynna sér málin. Nauðsynlegt er að benda á að reglugerðin um hámarksafla nú nær til sautján fisktegunda. Í níu þeirra er hámarksaflinn ákveðinn sá sami fyrir næsta fiskveiðiár og er á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá er þess enn að geta að nær undantekningarlaust er hér um að ræða tegundir þar sem Hafrannsóknastofnunin leggur óbreytta ráðgjöf; og það þó ákveðið hafi verið í fyrra að fara lítillega fram úr ráðgjöfinni við ákvörðun um heildarafla fyrir yfirstandandi ár, í a.m.k. einhverjum þeirra. Með öðrum orðum hafði sú ákvörðun, að fara eitthvað fram úr ráðgjöf stofnunarinnar í fyrra, bersýnilega ekki þau neikvæðu áhrif á stöðu fiskistofnanna að það þætti ástæða til að leggja til aflaminnkun af þeim ástæðum. Enn er þess að geta að við aflaákvörðun nú er aflamark aukið í þremur tegundum. Það er gert í kjölfar þess að Hafró leggur til að kvótinn sé aukinn frá ráðgjöf síðasta árs og þar með meðal annars, aukningu miðað við útgefinn kvóta síðasta árs. Loks er það að nefna að aflaheimildir eru dregnar saman í fimm tilvikum frá síðasta ári, skiljanlega mismikið þó. Endurspeglar það þá staðreynd að Hafró leggur til aflaminnkun í þessum tegundum. Við aflaákvörðun er að að mörgu að hyggja. Stóra málið er vitaskuld að hún tryggi sjálfbærni veiðanna og að þær megi stunda með arðbærum hætti til frambúðar. Aðstæður geta svo verið á þann veg, að skynsamlegt sé að heimila veiðar á tilteknum stofnum, umfram ítrustu tillögur fiskifræðinga. Þetta getur þannig átt við fiskimiðin okkar. Við þurfum að takmarka stíft sókn í tilteknar tegundir, en til eru aðrir sterkir stofnar sem þola tímabundna meiri veiði. Einnig geta verið uppi sérstakar aðstæður, eins og í grálúðunni. Hún er stofn sem við höfum ekki einir ráðstöfunarrétt yfir og engir samningar gilda um. Við ráðum einfaldlega ekki við aðstæður. Lækkun aflamarks í grálúðu í samræmi við ráð fiskifræðinga myndi ekki tryggja að veitt yrði minna af stofninum í heild sinni. Aflaákvörðun er því augljóslega margslungið mál sem ekki verður rætt með einfölduðum hætti, eins og örlað hefur á síðustu dægrin. Þess vegna er vandað stofnstærðarmat okkar fremstu vísindastofnunar lagt til grundvallar. Jafnframt er tekið tillit til sjónarmiða fleiri aðila eins og kostur og skynsemi leyfir. Að því búnu eru fjölþættar aðstæður, á borð við þær sem raktar hafa verið í greininni, vegnar og metnar. Allt þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um ákvarðanir um heildarafla hverju sinni. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Rétt er það að ákvörðun um heildarafla að þessu sinni að hún er ekki að fullu í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar. En er það fréttnæmt? Vissulega ekki. Í fyrra þegar ákveðið var að lækka mjög heildarafla í þorski, var jafnframt tekin ákvörðun um að fara ekki heldur að fullu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar í öllum tegundum. Alveg eins og núna. Að þessari niðurstöðu hnigu þá og hníga nú margvísleg rök, sem ættu að blasa við þeim sem kynna sér málin. Nauðsynlegt er að benda á að reglugerðin um hámarksafla nú nær til sautján fisktegunda. Í níu þeirra er hámarksaflinn ákveðinn sá sami fyrir næsta fiskveiðiár og er á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá er þess enn að geta að nær undantekningarlaust er hér um að ræða tegundir þar sem Hafrannsóknastofnunin leggur óbreytta ráðgjöf; og það þó ákveðið hafi verið í fyrra að fara lítillega fram úr ráðgjöfinni við ákvörðun um heildarafla fyrir yfirstandandi ár, í a.m.k. einhverjum þeirra. Með öðrum orðum hafði sú ákvörðun, að fara eitthvað fram úr ráðgjöf stofnunarinnar í fyrra, bersýnilega ekki þau neikvæðu áhrif á stöðu fiskistofnanna að það þætti ástæða til að leggja til aflaminnkun af þeim ástæðum. Enn er þess að geta að við aflaákvörðun nú er aflamark aukið í þremur tegundum. Það er gert í kjölfar þess að Hafró leggur til að kvótinn sé aukinn frá ráðgjöf síðasta árs og þar með meðal annars, aukningu miðað við útgefinn kvóta síðasta árs. Loks er það að nefna að aflaheimildir eru dregnar saman í fimm tilvikum frá síðasta ári, skiljanlega mismikið þó. Endurspeglar það þá staðreynd að Hafró leggur til aflaminnkun í þessum tegundum. Við aflaákvörðun er að að mörgu að hyggja. Stóra málið er vitaskuld að hún tryggi sjálfbærni veiðanna og að þær megi stunda með arðbærum hætti til frambúðar. Aðstæður geta svo verið á þann veg, að skynsamlegt sé að heimila veiðar á tilteknum stofnum, umfram ítrustu tillögur fiskifræðinga. Þetta getur þannig átt við fiskimiðin okkar. Við þurfum að takmarka stíft sókn í tilteknar tegundir, en til eru aðrir sterkir stofnar sem þola tímabundna meiri veiði. Einnig geta verið uppi sérstakar aðstæður, eins og í grálúðunni. Hún er stofn sem við höfum ekki einir ráðstöfunarrétt yfir og engir samningar gilda um. Við ráðum einfaldlega ekki við aðstæður. Lækkun aflamarks í grálúðu í samræmi við ráð fiskifræðinga myndi ekki tryggja að veitt yrði minna af stofninum í heild sinni. Aflaákvörðun er því augljóslega margslungið mál sem ekki verður rætt með einfölduðum hætti, eins og örlað hefur á síðustu dægrin. Þess vegna er vandað stofnstærðarmat okkar fremstu vísindastofnunar lagt til grundvallar. Jafnframt er tekið tillit til sjónarmiða fleiri aðila eins og kostur og skynsemi leyfir. Að því búnu eru fjölþættar aðstæður, á borð við þær sem raktar hafa verið í greininni, vegnar og metnar. Allt þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um ákvarðanir um heildarafla hverju sinni. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun