Royal Bank of Scotlandi er að skoða sölu á starfseiningu hollenska bankans ABN Amro í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.
Royal Bank of Scotland keypti ABN Amro í fyrra ásamt bönkunum Fortis og Santander og var reiknað með því að einingar yrðu seldar undan bankanum.
Breska ríkisútvarpið bendir sömuleiðis á að salan sé afleiðing lausafjárþurrðarinnar og erfiðra aðstæðna á fjármálamarkaði.
Royal Bank of Scotland gaf út nýtt hlutafé í bankanum í síðasta mánuði vegna kaupanna í fyrra fyrir 12 milljarða punda, jafnvirði 1.800 milljarða íslenskra króna. Þetta er langumsvifamesta hlutafjárútboð í Bretlandi. Þá seldi bankinn sömuleiðis eignaleigufyrirtæki sitt fyrir 3,6 milljarða punda.
Heildarkaupverð ABN Amro nam 71 milljarði evra, jafnvirði 8.507 milljarða króna miðað við gengi evru og krónu nú.