Hagnaður Société Générale dregst verulega saman 3. nóvember 2008 09:51 Jerome Kerviel, verðbréfamiðlarinn fyrrverandi, á leið í dómssal um miðjan síðasta mánuð. Mynd/AFP Hagnaður franska risabankans Société Générale nam 183 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 84 prósenta samdráttur á milli ára. Tekjur bankans námu 183 milljónum evra, jafnvirði 28,2 milljörðum króna, á fjórðungnum. Á sama tíma í fyrra nam afkoman hins vegar 1,12 milljörðum evra. Þetta er talsvert undir væntingum enda meðalspá greinenda hljóðaði upp á 581 milljón evra. Mestu munar um afskriftir í fjárfestingahluta og eignastýringu Société Générale. Afskriftir námu 1,4 milljörðum evra á fjórðungnum. Þar af nema afskriftir tengdar gjaldþroti bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brotherse 447 milljónum evra. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Frederic Oudea, nýráðnum forstjóra Société Générale, að bankinn hafi ekki viljað taka upp nýjar uppgjörsreglur sem hefði getað falið afskriftirnar með svipuðum hætti og Deutsche Bank gerði. Í kjölfar þess að Deutsche Bank breytti reglunum sýndi hann óvænt hagnað í stað taps. Afskriftir Société Générale frá byrjun síðasta árs hljóða upp á 6,36 milljarða evra, jafnvirði tæpra eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Æðstu stjórnendum Société Générale var skipt út í sumar og í haust eftir að upp komst um glæfralegar fjárfestingar verðbréfamiðlarans Jerome Kerviel í vor, sem er sakaður um að hafa farið langt út fyrir heimildir sínar í fjárfestingum og tapað tæplega 560 milljörðum íslenskra króna úr bókum bankans. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hagnaður franska risabankans Société Générale nam 183 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 84 prósenta samdráttur á milli ára. Tekjur bankans námu 183 milljónum evra, jafnvirði 28,2 milljörðum króna, á fjórðungnum. Á sama tíma í fyrra nam afkoman hins vegar 1,12 milljörðum evra. Þetta er talsvert undir væntingum enda meðalspá greinenda hljóðaði upp á 581 milljón evra. Mestu munar um afskriftir í fjárfestingahluta og eignastýringu Société Générale. Afskriftir námu 1,4 milljörðum evra á fjórðungnum. Þar af nema afskriftir tengdar gjaldþroti bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brotherse 447 milljónum evra. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Frederic Oudea, nýráðnum forstjóra Société Générale, að bankinn hafi ekki viljað taka upp nýjar uppgjörsreglur sem hefði getað falið afskriftirnar með svipuðum hætti og Deutsche Bank gerði. Í kjölfar þess að Deutsche Bank breytti reglunum sýndi hann óvænt hagnað í stað taps. Afskriftir Société Générale frá byrjun síðasta árs hljóða upp á 6,36 milljarða evra, jafnvirði tæpra eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Æðstu stjórnendum Société Générale var skipt út í sumar og í haust eftir að upp komst um glæfralegar fjárfestingar verðbréfamiðlarans Jerome Kerviel í vor, sem er sakaður um að hafa farið langt út fyrir heimildir sínar í fjárfestingum og tapað tæplega 560 milljörðum íslenskra króna úr bókum bankans.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira