Buffett opnar veskið á ný 1. október 2008 22:00 Auðkýfingurinn Warren Buffett. Mynd/AFP Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett gert gert samkomulag um kaup á hlutabréfum í bandarísku risasamsteypunni General Electric fyrir þrjá milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 330 milljarða íslenskra króna. Kaupin eru gerð í gegnum fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem hann hefur stýrt í rúm fjörutíu ár. Hlutabréfin eru svokölluð forgangshlutabréf sem veita fjárfestingafélaginu tíu prósenta arð á ári. Félagið hefur sömuleiðis skuldbundið sig til að eiga bréfin í þrjú ár en þá hefur General Electric leyfi til að kaupa þau aftur á tíu prósenta yfirverði. Auk þessa hefur Buffett skuldbundið sig til að kaupa hlutabréf í fyrirtækin fyrir þrjá milljarða dala til viðbótar af almennum hlutabréfum fyrir 22,25 dali á hlut og mun hann eiga þau í fimm ár. Lokagengi bréfa í samstæðunni var 24,5 dalir á hlut í dag, samkvæmt Bloomberg-fréttastofunni. Berkshire Hathaway hefur farið mikinn um fjármálaheiminn um þessar mundir enda er Buffett, sem hefur verið á meðal auðugustu manna í heimi um árabil, þekktur fyrir að kaupa hlutabréf félaga sem eru undirverðlög. Gengi bréfa í General Electric er í þeim flokki en það hefur fallið um tæp fimmtíu prósent síðastliðna tólf mánuði. Þá er skemmst að minnast svipaðra risakaupa Berkshire Hathaway í bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs í síðustu viku. Kaupin höfuð mjög jákvæð áhrif á bandaríska hlutabréfamarkað. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett gert gert samkomulag um kaup á hlutabréfum í bandarísku risasamsteypunni General Electric fyrir þrjá milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 330 milljarða íslenskra króna. Kaupin eru gerð í gegnum fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem hann hefur stýrt í rúm fjörutíu ár. Hlutabréfin eru svokölluð forgangshlutabréf sem veita fjárfestingafélaginu tíu prósenta arð á ári. Félagið hefur sömuleiðis skuldbundið sig til að eiga bréfin í þrjú ár en þá hefur General Electric leyfi til að kaupa þau aftur á tíu prósenta yfirverði. Auk þessa hefur Buffett skuldbundið sig til að kaupa hlutabréf í fyrirtækin fyrir þrjá milljarða dala til viðbótar af almennum hlutabréfum fyrir 22,25 dali á hlut og mun hann eiga þau í fimm ár. Lokagengi bréfa í samstæðunni var 24,5 dalir á hlut í dag, samkvæmt Bloomberg-fréttastofunni. Berkshire Hathaway hefur farið mikinn um fjármálaheiminn um þessar mundir enda er Buffett, sem hefur verið á meðal auðugustu manna í heimi um árabil, þekktur fyrir að kaupa hlutabréf félaga sem eru undirverðlög. Gengi bréfa í General Electric er í þeim flokki en það hefur fallið um tæp fimmtíu prósent síðastliðna tólf mánuði. Þá er skemmst að minnast svipaðra risakaupa Berkshire Hathaway í bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs í síðustu viku. Kaupin höfuð mjög jákvæð áhrif á bandaríska hlutabréfamarkað.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent