Óvænt útspil Framsóknar Einar K. Guðfinnsson skrifar 22. júlí 2008 16:35 Framsóknarflokkurinn er hinn nýi, alltaf-á-móti flokkur. Dæmi: Tímabundin ráðning Tryggva Þórs Herbertssonar til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum hefur almennt mælst vel fyrir. Nema hjá Framsóknarflokknum. Þó Guðni Ágústsson formaður flokksins og Valgerður Sverrissdóttir varaformaður hans séu ekki samstíga um margt í stefnu flokksins, sameinast þau þó í neikvæðum viðbrögðum við ráðningu Tryggva Þórs. En eins og kunnugt er er Tryggvi virtur hagfræðingur hérlendis og erlendis og skrifaði mjög mikilvæga skýrslu um íslensk efnahagsmál ásamt Frederich Mishkin, heimsþekktum hagfræðingi. Viðbrögð framsóknarforystunnar eru býsna sérstæð. Þannig segir Guðni ráðninguna vera ástæðulausa vegna þess að svo margir hagfræðingar vinni í stofnunum hins opinbera! Ekki fannst Steingrími Hermannssyni þetta þegar hann var formaður flokksins. En um Steingrím segir í opinberri söguskýringu Framsóknarflokksins: „Hann vann afrek í sinni tíð sem enginn hefur leikið eftir." Nýlega heiðruðu framsóknarmenn Steingrím í tilefni af áttræðisafmælinu. Þá var rifjað upp hve mikla áherslu hann lagði á að hafa efnahagsráðgjafa sér við hlið í forsætisráðuneytinu. Þórður Friðjónsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi, gerði þetta einmitt að umtalsefni og sagðist hafa verið á förum úr starfi sínu í forsætisráðuneytinu árið 1983, þegar Steingrímur bað hann um að vera áfram. Á þeim tíma voru, líkt og nú, margir hagfræðingar starfandi í Hagstofunni, Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun. Ráðning efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið hefur hingað til ekki verið tilefni til pólitísks naggs, fyrr en nú að forystumenn Framsóknar hefja það. Hins vegar blasir við að gagnrýni framsóknarforystunnar, eins og hún er sett fram, hittir helst fyrir þann mann sem í sögubókum Framsóknar er sagður hafa unnið afrek sem enginn hefur leikið eftir og sem núverandi formaður Framsóknarflokksins vitnar oftast til og af mestri velþóknun. Valgerður og Guðni hafa sem sagt enn þann eiginleika að koma manni á óvart með því að slæma á þann mann höggi sem maður reiknaði síst með. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er hinn nýi, alltaf-á-móti flokkur. Dæmi: Tímabundin ráðning Tryggva Þórs Herbertssonar til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum hefur almennt mælst vel fyrir. Nema hjá Framsóknarflokknum. Þó Guðni Ágústsson formaður flokksins og Valgerður Sverrissdóttir varaformaður hans séu ekki samstíga um margt í stefnu flokksins, sameinast þau þó í neikvæðum viðbrögðum við ráðningu Tryggva Þórs. En eins og kunnugt er er Tryggvi virtur hagfræðingur hérlendis og erlendis og skrifaði mjög mikilvæga skýrslu um íslensk efnahagsmál ásamt Frederich Mishkin, heimsþekktum hagfræðingi. Viðbrögð framsóknarforystunnar eru býsna sérstæð. Þannig segir Guðni ráðninguna vera ástæðulausa vegna þess að svo margir hagfræðingar vinni í stofnunum hins opinbera! Ekki fannst Steingrími Hermannssyni þetta þegar hann var formaður flokksins. En um Steingrím segir í opinberri söguskýringu Framsóknarflokksins: „Hann vann afrek í sinni tíð sem enginn hefur leikið eftir." Nýlega heiðruðu framsóknarmenn Steingrím í tilefni af áttræðisafmælinu. Þá var rifjað upp hve mikla áherslu hann lagði á að hafa efnahagsráðgjafa sér við hlið í forsætisráðuneytinu. Þórður Friðjónsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi, gerði þetta einmitt að umtalsefni og sagðist hafa verið á förum úr starfi sínu í forsætisráðuneytinu árið 1983, þegar Steingrímur bað hann um að vera áfram. Á þeim tíma voru, líkt og nú, margir hagfræðingar starfandi í Hagstofunni, Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun. Ráðning efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið hefur hingað til ekki verið tilefni til pólitísks naggs, fyrr en nú að forystumenn Framsóknar hefja það. Hins vegar blasir við að gagnrýni framsóknarforystunnar, eins og hún er sett fram, hittir helst fyrir þann mann sem í sögubókum Framsóknar er sagður hafa unnið afrek sem enginn hefur leikið eftir og sem núverandi formaður Framsóknarflokksins vitnar oftast til og af mestri velþóknun. Valgerður og Guðni hafa sem sagt enn þann eiginleika að koma manni á óvart með því að slæma á þann mann höggi sem maður reiknaði síst með. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun