Fjárfestar bíða vongóðir á Wall Street 1. október 2008 20:58 Miðlarar fylgjast spenntir með þróun mála á Wall Street í dag. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum á borð við Apple og DeCode lækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag á meðal fjármálafyrirtækin stóðu nokkuð óbreytt. Bréf í DeCode féllu um 2,56 prósent og í Apple um 3,99 prósent. Gengi bréfa í síðastalda fyrirtækinu stendur í 109 dölum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í maí í fyrra. Hæst fór það um síðustu áramót þegar það rauf 200 dala múrinn. Fjárfestar bíða þess nú að Öldungadeild Bandaríkjaþings kjósi um tillögur bandarískra stjórnvalda, sem felur í sér stofnun sjóðs sem muni kaupa upp léleg verðbréf og aðra skuldavafninga banka og fjármálafyrirtækja sem tengjast bandarískum fasteignalánum, eru orðin næsta verðlaus eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði og mikilla vanskila á lánum, og brennt gat í bækur fyrirtækjanna. Fulltrúaþing Bandaríkjaþings hafði áður fellt tillöguna en hún verður tekin til umfjöllunar að nýju innan skamms. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum sínum að á meðan tillagan liggi í lausu lofti muni óróleiki enn vara á fjármálamörkuðum. Helstu vísitölurnar tóku dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar á leið. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,18 prósent en Nasdaq-vísitalan um eitt prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum á borð við Apple og DeCode lækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag á meðal fjármálafyrirtækin stóðu nokkuð óbreytt. Bréf í DeCode féllu um 2,56 prósent og í Apple um 3,99 prósent. Gengi bréfa í síðastalda fyrirtækinu stendur í 109 dölum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í maí í fyrra. Hæst fór það um síðustu áramót þegar það rauf 200 dala múrinn. Fjárfestar bíða þess nú að Öldungadeild Bandaríkjaþings kjósi um tillögur bandarískra stjórnvalda, sem felur í sér stofnun sjóðs sem muni kaupa upp léleg verðbréf og aðra skuldavafninga banka og fjármálafyrirtækja sem tengjast bandarískum fasteignalánum, eru orðin næsta verðlaus eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði og mikilla vanskila á lánum, og brennt gat í bækur fyrirtækjanna. Fulltrúaþing Bandaríkjaþings hafði áður fellt tillöguna en hún verður tekin til umfjöllunar að nýju innan skamms. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum sínum að á meðan tillagan liggi í lausu lofti muni óróleiki enn vara á fjármálamörkuðum. Helstu vísitölurnar tóku dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar á leið. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,18 prósent en Nasdaq-vísitalan um eitt prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira