
Viðskipti erlent
DeCode-bréfin skjótast upp

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, stökk upp um 16,7 prósent við upphaf viðskiptadagsins á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi bréfa í félaginu féll um sextán prósent í gær og endaði í 42 sentum á hlut. Það hafði aldrei verið lægra. Gengi bréfa í DeCode standa nú í 49 sentum á hlut.