Líkur á hærri stýrivöxtum í Bandaríkjunum 27. ágúst 2008 09:32 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í þungum þönkum. Mynd/AFP Þegar næst verður hreyft við stýrivöxtum í Bandaríkjunum þá verða þeir hækkaðir. Þetta kemur fram í minnipunktum af síðasta vaxtaákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði, sem birtir voru í gær. Ekki liggur þó fyrir hvenær ákvörðun um slíkt mun verða tekin en reiknað er með óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs fram í nóvember. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í byrjun þessa mánaðar að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Í minnipunktunum kemur fram að þótt menn telji nauðsynlegt að auka aðhald í peningamálum eftir snarpa lækkun stýrivaxta þá greini á um verðbólguvæntingar. Verðbólga í Vesturheimi hefur aukist nokkuð samhliða stýrivaxtalækkun síðastliðið árið. Á sama tíma hefur verð á hrávöru verið að lækka síðustu vikurnar eftir að hafa staðið í hæstu hæðum sem reiknað er með að geti dregið úr verðbólgu. Helstu áhættuþættirnir liggja hins vegar í fjármála- og húsnæðisgeiranum en óvíst er hvort lausafjárkreppan sé að renna sitt skeið eða muni halda áfram og jafnvel verða dýpri. Reynist fjármálakreppan dýpri og erfiðari megi reikna með því að aðstæður á húsnæðismarkaði versni frekar, hefur Bloomberg-fréttastofan eftir sérfræðingum í málefnum bandaríska seðlabankans. Fjármálaóstöðugleikinn hefur að sama skapi valdið óvissu í atvinnumálum en tæp hálf milljón Bandaríkjamanna hefur misst vinnuna frá áramótum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Þegar næst verður hreyft við stýrivöxtum í Bandaríkjunum þá verða þeir hækkaðir. Þetta kemur fram í minnipunktum af síðasta vaxtaákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði, sem birtir voru í gær. Ekki liggur þó fyrir hvenær ákvörðun um slíkt mun verða tekin en reiknað er með óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs fram í nóvember. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í byrjun þessa mánaðar að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Í minnipunktunum kemur fram að þótt menn telji nauðsynlegt að auka aðhald í peningamálum eftir snarpa lækkun stýrivaxta þá greini á um verðbólguvæntingar. Verðbólga í Vesturheimi hefur aukist nokkuð samhliða stýrivaxtalækkun síðastliðið árið. Á sama tíma hefur verð á hrávöru verið að lækka síðustu vikurnar eftir að hafa staðið í hæstu hæðum sem reiknað er með að geti dregið úr verðbólgu. Helstu áhættuþættirnir liggja hins vegar í fjármála- og húsnæðisgeiranum en óvíst er hvort lausafjárkreppan sé að renna sitt skeið eða muni halda áfram og jafnvel verða dýpri. Reynist fjármálakreppan dýpri og erfiðari megi reikna með því að aðstæður á húsnæðismarkaði versni frekar, hefur Bloomberg-fréttastofan eftir sérfræðingum í málefnum bandaríska seðlabankans. Fjármálaóstöðugleikinn hefur að sama skapi valdið óvissu í atvinnumálum en tæp hálf milljón Bandaríkjamanna hefur misst vinnuna frá áramótum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira