Enski boltinn

Torres vill klára ferilinn hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres, leikmaður Liverpool
Fernando Torres, leikmaður Liverpool Nordic Photos / Getty Images

Fernando Torres segist vilja leika með Liverpool það sem eftir lifir af sínum leikmannaferli. Hann segir það einnig of snemmt að bera sig saman við stærstu stjörnunar í sögu Liverpool.

Hann er á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool og hefur þegar skorað 30 mörk í öllum keppnum. Hann verður væntanlega í eldlínunni er Chelsea mætir Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Ég vona það," sagði Torres spurður hvort hann gæti bundið enda á markaþurrð Liverpool á Stamford Bridge en liðið hefur ekki skorað þar í síðustu átta leikjum sínum.

Hann segir líka að honum líði vel hjá Liverpool. „Ég hef það mjög gott hjá félaginu. Ef við vinnum titla verður það enn betra. Þetta er mitt lið, mín borg og Anfield er völlurinn minn."

Margir hafa borið Torres saman við þá Ian Rush og Robbie Fowler og samstarf hans við Steven Gerrad hefur þótt minna á samstarf Rush og Kenny Dalglish.

„Kenny, Robbie og Stevie hafa uninð marga titla og spilað mörg hundruð leiki fyrir félagið. Þeir hafa verið goðsagnir í mörg ár. Þetta er aðeins fyrsta tímabilið mitt hjá Liverpool og vil ég spila enn betur í mörg ár til viðbótar."

„Þegar ferli mínum lýkur verður ef til vill hægt að ræða þessi mál en það er of snemmt að gera það nú."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×