Yfirlögregluþjónn í lögleysu á fjöllum 4. nóvember 2008 00:01 Yfirlögregluþjónn virðist hafa brotið lög þegar hann fór á veiðar um helgina. Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir. „Ég hef ekki brotið neitt af mér," segir Jón Sigurður. Honum þykir það leitt að vera sakaður um slíkt, ekki síst vegna stöðu sinnar en hann hefur einnig átt sæti í nefnd dómsmálaráðherra um endurskoðun vopnalaga. „Við fórum á fjórhjólum upp eftir en við vorum ekki á veiðum á hjólunum," segir hann. Hann segir að þeir hafi ekið eftir vegslóða sem lá inn múlann og skilið hjólin eftir þar á slóðanum og segist hann ekki telja slíkt lögbrot. „Meðan maður keyrir ekki utan vegar og er ekki á hjólinu við veiðarnar þá á þetta að vera í lagi. Þessi götuskráðu hjól eru ekkert öðruvísi að þessu leyti en bílar." Hann segir enn fremur að skyttur fari akandi á bílum þennan veg þegar fært er en sú var ekki raunin síðastliðinn laugardag. Menn verði hins vegar að gæta þess, segir hann, að hleypa ekki af innan við 250 metra frá farartækinu. Aðspurður segir Ívar hins vegar það vera ólöglegt að fara til veiða á fjórhjóli. Skipti þá ekki máli hversu langt frá hjólinu skyttan sé þegar hleypt er af. „Þetta hefur verið freisting hjá fáeinum veiðimönnum að fara til veiða á hjólunum en fólk hefur verið duglegt við að láta lögregluna vita," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss. „Í þessu tilfelli vil ég segja það að maðurinn sem um ræðir er afar virtur meðal okkar skotveiðimanna og þykir okkur því afar sorglegt að hann skuli hafa látið undan freistingunni en óskum honum að öðru leyti góðs bata." Á spjallborði vefsíðunnar hlað.is var því haldið fram að Jón Sigurður hafi ekki haft pinna í byssu sinni en pinni þessi kemur í veg fyrir að menn geti hlaðið byssu sína fleiri skotum en þremur. Veiði með pinnalausum byssum er því ólögleg. Hann svaraði því með eftirfarandi hætti: „Að byssurnar hafi verið pinnalausar er rakalaust bull. Verð að segja að mér finnst helvíti hart að vakna eftir skurðaðgerð í framhaldi af slæmu slysi og hitta Gróu á Leiti svona illilega fyrir." Lögreglumál Skotveiði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir. „Ég hef ekki brotið neitt af mér," segir Jón Sigurður. Honum þykir það leitt að vera sakaður um slíkt, ekki síst vegna stöðu sinnar en hann hefur einnig átt sæti í nefnd dómsmálaráðherra um endurskoðun vopnalaga. „Við fórum á fjórhjólum upp eftir en við vorum ekki á veiðum á hjólunum," segir hann. Hann segir að þeir hafi ekið eftir vegslóða sem lá inn múlann og skilið hjólin eftir þar á slóðanum og segist hann ekki telja slíkt lögbrot. „Meðan maður keyrir ekki utan vegar og er ekki á hjólinu við veiðarnar þá á þetta að vera í lagi. Þessi götuskráðu hjól eru ekkert öðruvísi að þessu leyti en bílar." Hann segir enn fremur að skyttur fari akandi á bílum þennan veg þegar fært er en sú var ekki raunin síðastliðinn laugardag. Menn verði hins vegar að gæta þess, segir hann, að hleypa ekki af innan við 250 metra frá farartækinu. Aðspurður segir Ívar hins vegar það vera ólöglegt að fara til veiða á fjórhjóli. Skipti þá ekki máli hversu langt frá hjólinu skyttan sé þegar hleypt er af. „Þetta hefur verið freisting hjá fáeinum veiðimönnum að fara til veiða á hjólunum en fólk hefur verið duglegt við að láta lögregluna vita," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss. „Í þessu tilfelli vil ég segja það að maðurinn sem um ræðir er afar virtur meðal okkar skotveiðimanna og þykir okkur því afar sorglegt að hann skuli hafa látið undan freistingunni en óskum honum að öðru leyti góðs bata." Á spjallborði vefsíðunnar hlað.is var því haldið fram að Jón Sigurður hafi ekki haft pinna í byssu sinni en pinni þessi kemur í veg fyrir að menn geti hlaðið byssu sína fleiri skotum en þremur. Veiði með pinnalausum byssum er því ólögleg. Hann svaraði því með eftirfarandi hætti: „Að byssurnar hafi verið pinnalausar er rakalaust bull. Verð að segja að mér finnst helvíti hart að vakna eftir skurðaðgerð í framhaldi af slæmu slysi og hitta Gróu á Leiti svona illilega fyrir."
Lögreglumál Skotveiði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira