Bankauppgjöra beðið í Bandaríkjunum 10. apríl 2008 20:07 Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku. Fréttastofa Associated Press segir að þótt nokkrar af stærstu verslanakeðjum Bandaríkjanna hafi greint frá verri hag en áður hafi lágvörukeðjur á borð við Wal-Mart og Costco greint frá góðri sölu á matvælum og eldsneyti í marsmánuði. Megi reikna með að salan muni gefa nokkuð í eftir því sem líði á árið. Fréttastofan hefur sömuleiðis eftir fjármálasérfræðingum að enn eigi eftir að koma í ljós hversu djúp spor undirmálslánakrísan hefur sett í afkomu fjármálafyrirtækja. Það skýrist í næstu viku þegar bankarnir skila inn uppgjörum sínum fyrir nýliðinn fjórðung. Haft er eftir Alan Gayle, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu RidgeWorth Capital Management, að eina stundina telji menn fjármálakreppuna á enda. Aðra komi svo upp á yfirborðið skrýtnar fréttir á borð við þær sem komu í dag þegar bandaríski bankinn Lehman Brothers tilkynnti að hann hefði lokað þremur sjóðum vegna erfiðleika við fjármögnun. Hefði hann af þeim sökum afskrifað einn milljarð bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 70 milljarða íslenskra króna. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,44 prósent, Nasdaq-vísitalan um 1,27 prósent og S&P-500 vísitalan fór upp um 0,45 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku. Fréttastofa Associated Press segir að þótt nokkrar af stærstu verslanakeðjum Bandaríkjanna hafi greint frá verri hag en áður hafi lágvörukeðjur á borð við Wal-Mart og Costco greint frá góðri sölu á matvælum og eldsneyti í marsmánuði. Megi reikna með að salan muni gefa nokkuð í eftir því sem líði á árið. Fréttastofan hefur sömuleiðis eftir fjármálasérfræðingum að enn eigi eftir að koma í ljós hversu djúp spor undirmálslánakrísan hefur sett í afkomu fjármálafyrirtækja. Það skýrist í næstu viku þegar bankarnir skila inn uppgjörum sínum fyrir nýliðinn fjórðung. Haft er eftir Alan Gayle, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu RidgeWorth Capital Management, að eina stundina telji menn fjármálakreppuna á enda. Aðra komi svo upp á yfirborðið skrýtnar fréttir á borð við þær sem komu í dag þegar bandaríski bankinn Lehman Brothers tilkynnti að hann hefði lokað þremur sjóðum vegna erfiðleika við fjármögnun. Hefði hann af þeim sökum afskrifað einn milljarð bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 70 milljarða íslenskra króna. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,44 prósent, Nasdaq-vísitalan um 1,27 prósent og S&P-500 vísitalan fór upp um 0,45 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira