Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar 10. október 2025 08:45 Skipulag leikskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hvaða leið sé best að fara. Sveitarfélög leita að réttu formúlunni til að samræma hagsmuni barna, starfsmanna og foreldra. Misjafnlega vel gengur að manna leikskólana og keppast sveitarfélögin um að ná í það fagfólk sem er á vinnumarkaði. Afleiðingin er sú að í sumum sveitarfélögum reynist erfitt að innrita börn á tilsettum tíma. Leikskólapláss vantar víða og stytting vinnuvikunnar ásamt auknum undirbúningstíma hefur jafnframt skapað áskoranir í rekstri leikskólanna. Vandi sveitarfélaganna er því margþættur og kemur að lokum niður á foreldrum ungra barna. Sum sveitarfélög hafa reynt að bregðast við með því að biðja foreldra um að stytta vistunartíma barna sinna og loka leikskólum fyrr. Ekki hafa allir það bakland sem þarf til að stytta vistunartímann en ýmsar ástæður kunna að liggja að baki því að foreldrar þurfa á 8 tíma vistun að halda. Hagsmunir barnafjölskyldna hafðir í forgrunni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði hafa verið gerðar viðamiklar breytingar á skipulagi leikskólanna þar sem hagsmunir bæði hafnfirskra fjölskyldna og starfsmanna voru hafðir að leiðarljósi. Starfsemi leikskólanna er í dag tvíþætt. Markvisst faglegt starf fer fram milli kl. 9–15 en frjáls leikur er milli kl. 7:30–9 og eftir kl. 15. Leikskóladagatalið er 180 dagar líkt og í grunnskólum, en aðrir dagar eru sérstakir skráningardagar. Með breyttum dvalartíma skapast svigrúm fyrir fjölskyldur til að sníða leikskóladvöl barna að eigin þörfum og meiri fyrirsjáanleiki fæst við mönnun leikskólanna. Með breytilegum vistunartíma greiða fjölskyldur einungis fyrir þann tíma sem nýttur er og geta því lækkað útgjöld sín verulega. Leikskólagjöld lækkuðu í takt við sveigjanlegri vistun og 6 tíma dvöl er nú mun ódýrari en 7–8 tímar. Vistun fyrir 8 tíma hækkaði þó ekki frá því sem var fyrir breytinguna. Þetta var gert til að tryggja að gjaldskrárbreytingin yrði ekki íþyngjandi fyrir efnaminni fjölskyldur sem vegna vinnu sinnar hafa ekki tök á að stytta vistun barna sinna. Markmiðið er meðal annars að gefa ungum foreldrum í námi eða í fæðingarorlofi, sem og þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli, færi á að lækka útgjöld sín verulega og stytta vinnudag leikskólabarnsins. Áskoranir í leikskólastarfi Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu sem leggur grunn að menntun barna okkar. Þar læra börn í gegnum leik, sem er þeirra námsleið og lykiltæki leikskólakennara til að efla þekkingu, færni og sköpunargleði. Með leiknum öðlast börn reynslu sem styrkir félagsfærni, málþroska og sjálfstæði. Leikskólinn gegnir einnig lykilhlutverki sem félagslegt jöfnunartæki þar sem öll börn, óháð bakgrunni, fá jöfn tækifæri til náms og þátttöku. Hann veitir börnum öruggt umhverfi þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og fengið stuðning við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Að sama skapi er leikskólinn mikilvægur bakhjarl fjölskyldna og samfélagsins alls, hann styður foreldra í daglegu lífi og atvinnuþátttöku og styrkir þannig jafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs. Hlutfalli leikskólakennara hefur farið lækkandi og er það ein af stærri áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir. Lenging náms hefur að mati margra, haft áhrif á fjölda þeirra sem sækja nám í leikskólafræðum og dregið úr framboði leikskólakennara með tilheyrandi álagi á það starfsfólk sem fyrir er. Þá hefur einnig orðið flótti leikskólakennara yfir á önnur skólastig eftir að eitt leyfisbréf var samþykkt. Hafnarfjarðarbær var fyrst allra sveitarfélaga til að samræma starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara en með því var staðið með kennurum á öllum skólastigum. Aldrei áður hefur gengið jafn vel að manna leikskóla Hafnarfjarðar og nú. Þökk sé þessum breytingum hefur nú að hausti nánast öllum börnum sem fædd eru í júlí 2024 verið boðin leikskólavist og hefur staðan því aldrei verið betri. Vinnudagur ungra barna langur Vistunartími íslenskra barna er sá mesti í Evrópu og spyrja má hvort nýting hans sé í samræmi við raunverulega þörf foreldra. Heildarvinnutími á Íslandi er að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku og fer hækkandi en hann var 35,3 árið áður. Væntingar um að stytting vinnuvikunnar myndi leiða til styttri vistunar barna hafa því ekki ræst. Ung börn dvelja að meðaltali 40 klukkustundir á viku í leikskólum, sem er langur tími með tilheyrandi álagi á börn og starfsfólk. Umræða um vinnudag ungra barna er af hinu góða en töluvert þarf að breytast til að Ísland standist samanburð við þau lönd sem við kjósum að bera okkur saman við . Finna þarf leið sem tryggir heilbrigt jafnvægi milli vinnuviku barna og vinnuviku foreldra þeirra, án þess að sú leið sé þvinguð. Hafnarfjarðarleiðin tryggir bæði að foreldrar geti lækkað útgjöld sín og að fjölskyldur sem þurfa á fullri þjónustu að halda njóti hennar áfram án aukins kostnaðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Skipulag leikskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hvaða leið sé best að fara. Sveitarfélög leita að réttu formúlunni til að samræma hagsmuni barna, starfsmanna og foreldra. Misjafnlega vel gengur að manna leikskólana og keppast sveitarfélögin um að ná í það fagfólk sem er á vinnumarkaði. Afleiðingin er sú að í sumum sveitarfélögum reynist erfitt að innrita börn á tilsettum tíma. Leikskólapláss vantar víða og stytting vinnuvikunnar ásamt auknum undirbúningstíma hefur jafnframt skapað áskoranir í rekstri leikskólanna. Vandi sveitarfélaganna er því margþættur og kemur að lokum niður á foreldrum ungra barna. Sum sveitarfélög hafa reynt að bregðast við með því að biðja foreldra um að stytta vistunartíma barna sinna og loka leikskólum fyrr. Ekki hafa allir það bakland sem þarf til að stytta vistunartímann en ýmsar ástæður kunna að liggja að baki því að foreldrar þurfa á 8 tíma vistun að halda. Hagsmunir barnafjölskyldna hafðir í forgrunni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði hafa verið gerðar viðamiklar breytingar á skipulagi leikskólanna þar sem hagsmunir bæði hafnfirskra fjölskyldna og starfsmanna voru hafðir að leiðarljósi. Starfsemi leikskólanna er í dag tvíþætt. Markvisst faglegt starf fer fram milli kl. 9–15 en frjáls leikur er milli kl. 7:30–9 og eftir kl. 15. Leikskóladagatalið er 180 dagar líkt og í grunnskólum, en aðrir dagar eru sérstakir skráningardagar. Með breyttum dvalartíma skapast svigrúm fyrir fjölskyldur til að sníða leikskóladvöl barna að eigin þörfum og meiri fyrirsjáanleiki fæst við mönnun leikskólanna. Með breytilegum vistunartíma greiða fjölskyldur einungis fyrir þann tíma sem nýttur er og geta því lækkað útgjöld sín verulega. Leikskólagjöld lækkuðu í takt við sveigjanlegri vistun og 6 tíma dvöl er nú mun ódýrari en 7–8 tímar. Vistun fyrir 8 tíma hækkaði þó ekki frá því sem var fyrir breytinguna. Þetta var gert til að tryggja að gjaldskrárbreytingin yrði ekki íþyngjandi fyrir efnaminni fjölskyldur sem vegna vinnu sinnar hafa ekki tök á að stytta vistun barna sinna. Markmiðið er meðal annars að gefa ungum foreldrum í námi eða í fæðingarorlofi, sem og þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli, færi á að lækka útgjöld sín verulega og stytta vinnudag leikskólabarnsins. Áskoranir í leikskólastarfi Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu sem leggur grunn að menntun barna okkar. Þar læra börn í gegnum leik, sem er þeirra námsleið og lykiltæki leikskólakennara til að efla þekkingu, færni og sköpunargleði. Með leiknum öðlast börn reynslu sem styrkir félagsfærni, málþroska og sjálfstæði. Leikskólinn gegnir einnig lykilhlutverki sem félagslegt jöfnunartæki þar sem öll börn, óháð bakgrunni, fá jöfn tækifæri til náms og þátttöku. Hann veitir börnum öruggt umhverfi þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og fengið stuðning við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Að sama skapi er leikskólinn mikilvægur bakhjarl fjölskyldna og samfélagsins alls, hann styður foreldra í daglegu lífi og atvinnuþátttöku og styrkir þannig jafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs. Hlutfalli leikskólakennara hefur farið lækkandi og er það ein af stærri áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir. Lenging náms hefur að mati margra, haft áhrif á fjölda þeirra sem sækja nám í leikskólafræðum og dregið úr framboði leikskólakennara með tilheyrandi álagi á það starfsfólk sem fyrir er. Þá hefur einnig orðið flótti leikskólakennara yfir á önnur skólastig eftir að eitt leyfisbréf var samþykkt. Hafnarfjarðarbær var fyrst allra sveitarfélaga til að samræma starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara en með því var staðið með kennurum á öllum skólastigum. Aldrei áður hefur gengið jafn vel að manna leikskóla Hafnarfjarðar og nú. Þökk sé þessum breytingum hefur nú að hausti nánast öllum börnum sem fædd eru í júlí 2024 verið boðin leikskólavist og hefur staðan því aldrei verið betri. Vinnudagur ungra barna langur Vistunartími íslenskra barna er sá mesti í Evrópu og spyrja má hvort nýting hans sé í samræmi við raunverulega þörf foreldra. Heildarvinnutími á Íslandi er að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku og fer hækkandi en hann var 35,3 árið áður. Væntingar um að stytting vinnuvikunnar myndi leiða til styttri vistunar barna hafa því ekki ræst. Ung börn dvelja að meðaltali 40 klukkustundir á viku í leikskólum, sem er langur tími með tilheyrandi álagi á börn og starfsfólk. Umræða um vinnudag ungra barna er af hinu góða en töluvert þarf að breytast til að Ísland standist samanburð við þau lönd sem við kjósum að bera okkur saman við . Finna þarf leið sem tryggir heilbrigt jafnvægi milli vinnuviku barna og vinnuviku foreldra þeirra, án þess að sú leið sé þvinguð. Hafnarfjarðarleiðin tryggir bæði að foreldrar geti lækkað útgjöld sín og að fjölskyldur sem þurfa á fullri þjónustu að halda njóti hennar áfram án aukins kostnaðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun