Hlutabréf féllu í Bandaríkjunum í dag 17. nóvember 2008 21:11 Kaupahéðnar á hlutabréfamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum. Mynd/AP Söluhrina skall á undir lok viðskiptadagsins á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa féll nokkuð og dró hlutabréfavísitölur niður um rúm tvö prósent. Fjármálasérfræðingar sögðu í samtali við Associated Press-fréttastofuna ástæðuna fyrir fallinu þá að nokkur taugaveiklun ríki á mörkuðum enn og séu þeir að melta þær tölulegu upplýsingar sem borist hafa um styrk hagkerfisins til að átta sig á stöðunni. Ljóst þykir að hremmingjar innan bandaríska fjármálageirans eru hvergi nærri að baki. Því til sönnunar lýstu stjórnendur bandaríska bankans Citigroup því yfir í dag að til standi að skera rekstrarkostnað og eignir niður um fimmtung á næstunni og segja upp 53 þúsund starfsmönnum. Reiknað er með að allt að 200 þúsund manns missi vinnuna í fjármálageiranum fyrir árslok. Þá hillir ekki undir betri tíð í bandaríska bílaframleiðslubransanum auk þess sem væntingar eru uppi um að krepputíð sé hafin enda útlit fyrir að hagvöxtur verði neikvæður á fjórðungnum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hrundi um fimm prósent fyrr í dag en jafnaði sig nokkuð þegar á leið og endaði í 2,63 prósenta mínus. Þá féll Nasdaq-vísitalan um tæp átta prósent þegar verst lét í dag en snerti botnigildið og leitaði upp á við þegar á leið. Hún endaði í 2,229 mínus. Associated Press-fréttastofan segir þetta vera fjórða viðskiptadaginn í röð sem gengi hlutabréfa lækkar verulega á Wall Street. Megi reikna með mjög sveiflukenndum dögum á næstunni. Þróunin á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag er fjarri því að vera einsdæmi en helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu víða um heim í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Söluhrina skall á undir lok viðskiptadagsins á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa féll nokkuð og dró hlutabréfavísitölur niður um rúm tvö prósent. Fjármálasérfræðingar sögðu í samtali við Associated Press-fréttastofuna ástæðuna fyrir fallinu þá að nokkur taugaveiklun ríki á mörkuðum enn og séu þeir að melta þær tölulegu upplýsingar sem borist hafa um styrk hagkerfisins til að átta sig á stöðunni. Ljóst þykir að hremmingjar innan bandaríska fjármálageirans eru hvergi nærri að baki. Því til sönnunar lýstu stjórnendur bandaríska bankans Citigroup því yfir í dag að til standi að skera rekstrarkostnað og eignir niður um fimmtung á næstunni og segja upp 53 þúsund starfsmönnum. Reiknað er með að allt að 200 þúsund manns missi vinnuna í fjármálageiranum fyrir árslok. Þá hillir ekki undir betri tíð í bandaríska bílaframleiðslubransanum auk þess sem væntingar eru uppi um að krepputíð sé hafin enda útlit fyrir að hagvöxtur verði neikvæður á fjórðungnum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hrundi um fimm prósent fyrr í dag en jafnaði sig nokkuð þegar á leið og endaði í 2,63 prósenta mínus. Þá féll Nasdaq-vísitalan um tæp átta prósent þegar verst lét í dag en snerti botnigildið og leitaði upp á við þegar á leið. Hún endaði í 2,229 mínus. Associated Press-fréttastofan segir þetta vera fjórða viðskiptadaginn í röð sem gengi hlutabréfa lækkar verulega á Wall Street. Megi reikna með mjög sveiflukenndum dögum á næstunni. Þróunin á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag er fjarri því að vera einsdæmi en helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu víða um heim í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira