Forstjóra Bang & Olufsen sparkað 10. janúar 2008 12:48 Sjónvarp frá Bang & Olufsen. Stjórn danska raftækjaframleiðandans Bang & Olufsen rak í dag Torben Sörensen, forstjóra fyrirtækisins. Fyrirtækið birti í gær slakt uppgjör sem olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í félaginu með þeim afleiðingum að markaðsvirðið féll um rúm 29 prósent. Að því er fram kemur í uppgjöri fyrirtækisins dróst sala heldur saman á síðasta ári, þar af um heil tólf prósent í Bretlandi og tvö prósent í Bandaríkjunum á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Útlit er fyrir erfitt ár, samkvæmt uppgjörinu. Rekstrarhagnaður raftækjaframleiðandans nam 49,3 milljónum danskra króna, jafnvirði rúmum 612 milljónum íslenskra, á síðasta ársfjórðungi, sem er annar ársfjórðungur í bókum félagsins. Þetta er 61 prósents samdráttur á milli ára. Fyrirtækið gerir sömuleiðis ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn á yfirstandandi ári muni nema 360 milljónum danskra króna, sem er 164 milljónum krónum minni en árið á undan. Uppgjörið fór afar illa í fjárfesta og féll gengið bréfa í Bang & Olufsen í söluhrinu. Gengi' hefur haldið áfram að falla á hlutabréfamarkaði í Kaupmannahöfn í dag og nemur lækkunin það sem af er dags tæpum sex prósentum. Stjórnin sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kemur að forstjóraleit sé þegar hafi en vonast sé til að hann finnist utan veggja fyrirtækisins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórn danska raftækjaframleiðandans Bang & Olufsen rak í dag Torben Sörensen, forstjóra fyrirtækisins. Fyrirtækið birti í gær slakt uppgjör sem olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í félaginu með þeim afleiðingum að markaðsvirðið féll um rúm 29 prósent. Að því er fram kemur í uppgjöri fyrirtækisins dróst sala heldur saman á síðasta ári, þar af um heil tólf prósent í Bretlandi og tvö prósent í Bandaríkjunum á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Útlit er fyrir erfitt ár, samkvæmt uppgjörinu. Rekstrarhagnaður raftækjaframleiðandans nam 49,3 milljónum danskra króna, jafnvirði rúmum 612 milljónum íslenskra, á síðasta ársfjórðungi, sem er annar ársfjórðungur í bókum félagsins. Þetta er 61 prósents samdráttur á milli ára. Fyrirtækið gerir sömuleiðis ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn á yfirstandandi ári muni nema 360 milljónum danskra króna, sem er 164 milljónum krónum minni en árið á undan. Uppgjörið fór afar illa í fjárfesta og féll gengið bréfa í Bang & Olufsen í söluhrinu. Gengi' hefur haldið áfram að falla á hlutabréfamarkaði í Kaupmannahöfn í dag og nemur lækkunin það sem af er dags tæpum sex prósentum. Stjórnin sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kemur að forstjóraleit sé þegar hafi en vonast sé til að hann finnist utan veggja fyrirtækisins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira