Frekari afskriftum spáð hjá Merrill Lynch 11. janúar 2008 10:22 John Thain, nýráðinn forstjóri Merill Lynch. Mynd/AFP Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gæti hugsanlega neyðst til að afskrifta hátt í 15 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 940 milljarða íslenskra króna, vegna tapa á fasteignalánum fyrirtækisins, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Times. Gangi það eftir eru afskriftirnar talsvert meiri en áður hafði verið reiknað með.Bloomberg-fréttaveitan, sem vitnar til dagblaðsins, segir markaðsaðila hafa áður reiknað með að bankinn gæti þurft að afskrifa 12 milljarða dala á fjórða ársfjórðungi til viðbótar við þá 8,4 milljarða sem varð að strika úr bókum bankans á þriðja ársfjórðungi. Afskriftirnar urðu til þess að Stan O'Neal, forstjóri bankans, var látinn taka poka sinn og hverfa úr forstjórastólnum líkt og forstjórar nokkurra annarra banka og fjármálastofnana í Bandaríkjunum sem hafa komið illa út úr lausafjárkreppunni. John Thain, forstjóri bandarísku-evrópsku kauphallarinnar NYSE-Euronext, tók við starfi hans í enda síðasta árs.Samtals námu afskriftir stærstu banka Bandaríkjanna um 100 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 1.000 milljarða íslenskra króna. Almennt er talið að afskriftirnar verði nokkru minni á síðasta fjórðungi ársins. Það liggur þó enn ekki ljóst fyrir en reiknað er með að endanlegar niðurstöður liggi fyrir þegar bankar í Bandaríkjunum skila inn uppgjörum sínum í næstu viku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gæti hugsanlega neyðst til að afskrifta hátt í 15 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 940 milljarða íslenskra króna, vegna tapa á fasteignalánum fyrirtækisins, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Times. Gangi það eftir eru afskriftirnar talsvert meiri en áður hafði verið reiknað með.Bloomberg-fréttaveitan, sem vitnar til dagblaðsins, segir markaðsaðila hafa áður reiknað með að bankinn gæti þurft að afskrifa 12 milljarða dala á fjórða ársfjórðungi til viðbótar við þá 8,4 milljarða sem varð að strika úr bókum bankans á þriðja ársfjórðungi. Afskriftirnar urðu til þess að Stan O'Neal, forstjóri bankans, var látinn taka poka sinn og hverfa úr forstjórastólnum líkt og forstjórar nokkurra annarra banka og fjármálastofnana í Bandaríkjunum sem hafa komið illa út úr lausafjárkreppunni. John Thain, forstjóri bandarísku-evrópsku kauphallarinnar NYSE-Euronext, tók við starfi hans í enda síðasta árs.Samtals námu afskriftir stærstu banka Bandaríkjanna um 100 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 1.000 milljarða íslenskra króna. Almennt er talið að afskriftirnar verði nokkru minni á síðasta fjórðungi ársins. Það liggur þó enn ekki ljóst fyrir en reiknað er með að endanlegar niðurstöður liggi fyrir þegar bankar í Bandaríkjunum skila inn uppgjörum sínum í næstu viku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira