Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gæti hugsanlega neyðst til að afskrifta hátt í 15 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 940 milljarða íslenskra króna, vegna tapa á fasteignalánum fyrirtækisins, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Times. Gangi það eftir eru afskriftirnar talsvert meiri en áður hafði verið reiknað með.
Samtals námu afskriftir stærstu banka Bandaríkjanna um 100 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 1.000 milljarða íslenskra króna. Almennt er talið að afskriftirnar verði nokkru minni á síðasta fjórðungi ársins. Það liggur þó enn ekki ljóst fyrir en reiknað er með að endanlegar niðurstöður liggi fyrir þegar bankar í Bandaríkjunum skila inn uppgjörum sínum í næstu viku.