Góð jól hjá HMV 17. janúar 2008 10:52 Wayne Rooney stillir sér upp í einni af verslunum HMV. Mynd/AFP Breska bóka- og tónlistarverslunin HMV átti góð jól, að sögn stjórnenda hennar en salan jókst um 9,4 prósent á milli ára í desember. Þetta er nokkuð annað hljóð en hjá öðrum verslunum í Bretlandi en í heildina talið dróst velta saman á milli ára. Simon Fox, forstjóri HMV, segir eftirspurn eftir DVD-mynddiskum og tölvuleikjum hafa verið sérlega mikla um jólin. Mest seldu myndirnar voru kvikmyndin um Simpson-fjölskylduna, Bourne Ultimatum og High School Musical 2. Metsölubækurnar voru hins vegar bækur um eldamennsku eftir Nigellu Lawson og Jamie Oliver. Þá jókst sömuleiðis sala í netverslun HMV nokkuð á milli ára, samkvæmt upplýsingum breska ríkisútvarpsins. HMV rekur 422 verslanir um heim allan og hefur att miklu kappi gegn niðurhali á tónlist á netinu og aðrar verslanir sem sérhæfa sig bæði í sölu á tónlist og bókum en byrjuðu að endurskipuleggja reksturinn á síðasta ári. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska bóka- og tónlistarverslunin HMV átti góð jól, að sögn stjórnenda hennar en salan jókst um 9,4 prósent á milli ára í desember. Þetta er nokkuð annað hljóð en hjá öðrum verslunum í Bretlandi en í heildina talið dróst velta saman á milli ára. Simon Fox, forstjóri HMV, segir eftirspurn eftir DVD-mynddiskum og tölvuleikjum hafa verið sérlega mikla um jólin. Mest seldu myndirnar voru kvikmyndin um Simpson-fjölskylduna, Bourne Ultimatum og High School Musical 2. Metsölubækurnar voru hins vegar bækur um eldamennsku eftir Nigellu Lawson og Jamie Oliver. Þá jókst sömuleiðis sala í netverslun HMV nokkuð á milli ára, samkvæmt upplýsingum breska ríkisútvarpsins. HMV rekur 422 verslanir um heim allan og hefur att miklu kappi gegn niðurhali á tónlist á netinu og aðrar verslanir sem sérhæfa sig bæði í sölu á tónlist og bókum en byrjuðu að endurskipuleggja reksturinn á síðasta ári.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent