Tímabundinn skellur á helstu fjármálamörkuðum 25. janúar 2008 16:29 Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu sneru snarlega úr hækkun í lækkun til skamms tíma eftir að bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs ætli að segja upp allt að fimm prósentum starfsmanna sinna. Þá spilar inn í orðrómur að stór banki í Evrópu neyðist til að afskrifa háar fjárhæðir úr bókum sínum vegna falls á skuldavöndlum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og að vogunarsjóður glími við lausafjárþurrð og muni senn heyra sögunni til. Gengi hlutabréfa hafði hækkað í allan dag þar til fréttin um uppsagnirnar fór í loftið í dag. FTSE-vísitalan hafði þá farið upp um rúmt prósent og Dax-vísitalan í Þýskalandi um rúm tvö prósent. Þá lá hækkun á bandarískum hlutabréfavísitölum við prósentið. Þessi þróun snerist við á skömmum tíma. Goldman Sachs, sem hefur komið einna best úr úr lausafjárkrísunni síðustu mánuði, segir fréttina hins vegar byggjast á misskilngi. Uppsagnirnar séu hluti af reglubundinni endurnýjun í starfsliði bankans og ætti einungis við um fimm prósent starfsfólks sem starfi tímabundið hjá bankanum. Fjarri væri að fimm prósentum af öllu starfsfólki væri að ræða. Lækkunin gekk til baka á flestum mörkuðum eftir dýfuna skömmu eftir að fréttin um uppsagnirnar var leiðrétt. Ekki liggur fyrir hvað liggi á bak við orðróminn um afskriftir hjá bankanum né heldur við hvaða banka sé átt. Hins vegar stefni allt í lausafjárþurrð hjá vogunarsjóði, að sögn fréttastofu Associated Press. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu sneru snarlega úr hækkun í lækkun til skamms tíma eftir að bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs ætli að segja upp allt að fimm prósentum starfsmanna sinna. Þá spilar inn í orðrómur að stór banki í Evrópu neyðist til að afskrifa háar fjárhæðir úr bókum sínum vegna falls á skuldavöndlum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og að vogunarsjóður glími við lausafjárþurrð og muni senn heyra sögunni til. Gengi hlutabréfa hafði hækkað í allan dag þar til fréttin um uppsagnirnar fór í loftið í dag. FTSE-vísitalan hafði þá farið upp um rúmt prósent og Dax-vísitalan í Þýskalandi um rúm tvö prósent. Þá lá hækkun á bandarískum hlutabréfavísitölum við prósentið. Þessi þróun snerist við á skömmum tíma. Goldman Sachs, sem hefur komið einna best úr úr lausafjárkrísunni síðustu mánuði, segir fréttina hins vegar byggjast á misskilngi. Uppsagnirnar séu hluti af reglubundinni endurnýjun í starfsliði bankans og ætti einungis við um fimm prósent starfsfólks sem starfi tímabundið hjá bankanum. Fjarri væri að fimm prósentum af öllu starfsfólki væri að ræða. Lækkunin gekk til baka á flestum mörkuðum eftir dýfuna skömmu eftir að fréttin um uppsagnirnar var leiðrétt. Ekki liggur fyrir hvað liggi á bak við orðróminn um afskriftir hjá bankanum né heldur við hvaða banka sé átt. Hins vegar stefni allt í lausafjárþurrð hjá vogunarsjóði, að sögn fréttastofu Associated Press.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira