Slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum 14. febrúar 2008 15:27 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/AP Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag útlit fyrir slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum og muni seðlabankinn vera reiðubúinn til að lækka stýrivexti frekar til að bregðast við ástandinu til að sporna við því. Bernanke, sem ræddi við efnahagsnefnd bandarísku öldungadeildarinnar, í dag um horfur í efnahagsmálum og stefnu seðlabankans, vísaði hann til þess þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og lækkun íbúðaverðs hafi dregið mjög úr krafti efnahagslífsins. Mjög hafi dregið úr nýráðningum fyrirtækja og sé útlit fyrir að einstaklingar muni draga úr einkaneyslu á næstunni. „Efnahagshorfur hafa versnað mikið upp á síðkastið," sagði Bernanke og bætti við að þótt aðgerðir seðlabankans og bandarískra stjórnvalda í þá átt að gera fasteignaeigendum auðveldara um vik að greiða af lánum sínum þá hafi gjaldþrotum fjölgað sem upptöku eigna vegna vanskila. Hann sagðist ennfremur reikna með að efnahagshorfurnar muni batna síðar á árinu. Eftir sem áður væri mikilvægt að gera sér grein fyrir hættumerkjunum. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lækkað stýrivexti um 1,25 prósent á þessu ári einu saman í því skyni að koma í veg fyrir samdrátt í einkaneyslu sem spáð er að geti komið harkalega niður á hagvexti auk þess að veita háum fjárhæðum inn í efnahagslífið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag útlit fyrir slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum og muni seðlabankinn vera reiðubúinn til að lækka stýrivexti frekar til að bregðast við ástandinu til að sporna við því. Bernanke, sem ræddi við efnahagsnefnd bandarísku öldungadeildarinnar, í dag um horfur í efnahagsmálum og stefnu seðlabankans, vísaði hann til þess þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og lækkun íbúðaverðs hafi dregið mjög úr krafti efnahagslífsins. Mjög hafi dregið úr nýráðningum fyrirtækja og sé útlit fyrir að einstaklingar muni draga úr einkaneyslu á næstunni. „Efnahagshorfur hafa versnað mikið upp á síðkastið," sagði Bernanke og bætti við að þótt aðgerðir seðlabankans og bandarískra stjórnvalda í þá átt að gera fasteignaeigendum auðveldara um vik að greiða af lánum sínum þá hafi gjaldþrotum fjölgað sem upptöku eigna vegna vanskila. Hann sagðist ennfremur reikna með að efnahagshorfurnar muni batna síðar á árinu. Eftir sem áður væri mikilvægt að gera sér grein fyrir hættumerkjunum. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lækkað stýrivexti um 1,25 prósent á þessu ári einu saman í því skyni að koma í veg fyrir samdrátt í einkaneyslu sem spáð er að geti komið harkalega niður á hagvexti auk þess að veita háum fjárhæðum inn í efnahagslífið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira