Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu 6. mars 2008 12:57 Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP Evrópski seðlabankinn ákvað um hádegisbil í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 4 prósentum. Þetta er í samræmi við spár en þvert á vaxtaþróunina í Bandaríkjunum og í Kanada. Þar hafa seðlabankar lækkað vextina umtalsvert í kjölfar lausafjárþurrðar og hrakspár um hugsanlegan efnahagssamdrátt. Þá hafa Bretar sömuleiðis lækkað stýrivexti af sömu sökum þrátt fyrir að hafa ákveðið að halda þeim óbreyttum í dag. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, gerir grein fyrir ákvörðun bankastjórnarinnar í dag og munu markaðsaðilar fylgjast með hver næstu skref bankans verði. Helsta ástæðan fyrir ákvörðuninni er talin vera aukin verðbólga, sem mældist 3,2 prósent í janúar. Á móti stendur gengi evru í hæstu hæðum gagnvart helstu gjaldmiðlum, ekki síst bandaríkjadal sem er í sögulegum lægðum gagnvart evru, og er útlit fyrir að það geti komið niður á útflutningsfyrirtækjum á evrusvæðinu, að sögn fréttastofu Associated Press. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Evrópski seðlabankinn ákvað um hádegisbil í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 4 prósentum. Þetta er í samræmi við spár en þvert á vaxtaþróunina í Bandaríkjunum og í Kanada. Þar hafa seðlabankar lækkað vextina umtalsvert í kjölfar lausafjárþurrðar og hrakspár um hugsanlegan efnahagssamdrátt. Þá hafa Bretar sömuleiðis lækkað stýrivexti af sömu sökum þrátt fyrir að hafa ákveðið að halda þeim óbreyttum í dag. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, gerir grein fyrir ákvörðun bankastjórnarinnar í dag og munu markaðsaðilar fylgjast með hver næstu skref bankans verði. Helsta ástæðan fyrir ákvörðuninni er talin vera aukin verðbólga, sem mældist 3,2 prósent í janúar. Á móti stendur gengi evru í hæstu hæðum gagnvart helstu gjaldmiðlum, ekki síst bandaríkjadal sem er í sögulegum lægðum gagnvart evru, og er útlit fyrir að það geti komið niður á útflutningsfyrirtækjum á evrusvæðinu, að sögn fréttastofu Associated Press.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira