Seðlabankastjórarnir ósammála 8. mars 2008 08:19 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður undrast vaxtaákvörðunarstefnu evrópska seðlabankans. Bandaríski bankinn hefur lækkað stýrivexti ört frá því seint á síðasta ári, þar af um 1,5 prósent frá áramótum, til að komast hjá efnahagssamdrætti og fylla í lausafjárþurrðina sem hefur plagað banka og fjármálafyrirtæki. Evrópski bankinn hefur á sama tíma haldið stýrivöxtunum óbreyttum. Stýrivextir í Bandaríkjunum standa nú í 3,0 prósentum en þeir voru 5,25 prósent í enda fyrrasumars þegar lækkanaferlið hófst vestanhafs. Stýrivextir á evrusvæðinu eru hins vegar 4,0 prósent og hafa staðið í stað síðan í ágúst í fyrra. Báðir bankarnir hafa hins vegar brugðist við þeirri lausafjárþurrð sem skapast hefur í kjölfar vanskila og afskrifta á undirmálslánum í Bandaríkjunum með því að dæla fjármagni inn í efnahagslífið og lækkun millibankavaxta. Breska dagblaðið Daily Telegraph segir í dag að líkur á efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum hafi aukist umtalsvert í vikunni, ekki síst í gær þar sem upplýst var að atvinnulausum hafi fjölgað um 63 þúsund í síðasta mánuði og eignaupptökumálum vegna vanskila á bandarískum fasteignalánum hafi fjölgað til muna. Blaðið segir bandaríska seðlabankann undrast mjög síðustu vaxtaákvörðun evrópska seðlabankans frá á fimmtudag en þá var vöxtum haldið óbreyttum enn á ný. Vísað var til hárrar verðbólgu, 3,2 prósenta, evrusvæðinu í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Á sama tíma hefur hagvöxtur dregist saman á Ítalíu og mjög hægt á fasteignamarkaði á Spáni og Írlandi, að sögn Telegraph. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, hefur hins vegar lagt áherslu á að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en verðbólga gefi fyrst undan. Telegraph segir fjölda seðlabanka víða um heim hafa lækkað stýrivexti sína vegna ástandsins á fjármálamörkuðum upp á síðkastið og þyki bandaríska seðlabankanum undarlegt að sá evrópski þráist við. Ósamræmi í aðgerðum bankanna geti grafið undan tiltrú á bankastjórnina. Breska blaðið Guardian bætir því við að útlit sé fyrir að bandaríski seðlabankinn verði að lækka stýrivexti frekar á næstunni, um 50 punkta hið minnsta. Nauðsynlegt sé að boða stýrivaxtalækkun á ný mjög fljótlega eftir næstu vaxtaákvörðun eigi að komast hjá frekari taugatitringi í röðum fjárfesta, jafnvel boða til neyðarfundarlækkunar á milli funda líkt og í janúar. Næsti vaxtaákvörðunardagur bandaríska seðlabankans er 18. mars næstkomandi. Telegraph segir ekki útilokað að stýrivextir í Bandaríkjunum verði lækkaðir niður í allt að eitt prósent á árinu vegna ástandsins á fjármálamörkuðum. Hlutabréfavísitölur tóku dýfu í Bandaríkjunum í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,22 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,36 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður undrast vaxtaákvörðunarstefnu evrópska seðlabankans. Bandaríski bankinn hefur lækkað stýrivexti ört frá því seint á síðasta ári, þar af um 1,5 prósent frá áramótum, til að komast hjá efnahagssamdrætti og fylla í lausafjárþurrðina sem hefur plagað banka og fjármálafyrirtæki. Evrópski bankinn hefur á sama tíma haldið stýrivöxtunum óbreyttum. Stýrivextir í Bandaríkjunum standa nú í 3,0 prósentum en þeir voru 5,25 prósent í enda fyrrasumars þegar lækkanaferlið hófst vestanhafs. Stýrivextir á evrusvæðinu eru hins vegar 4,0 prósent og hafa staðið í stað síðan í ágúst í fyrra. Báðir bankarnir hafa hins vegar brugðist við þeirri lausafjárþurrð sem skapast hefur í kjölfar vanskila og afskrifta á undirmálslánum í Bandaríkjunum með því að dæla fjármagni inn í efnahagslífið og lækkun millibankavaxta. Breska dagblaðið Daily Telegraph segir í dag að líkur á efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum hafi aukist umtalsvert í vikunni, ekki síst í gær þar sem upplýst var að atvinnulausum hafi fjölgað um 63 þúsund í síðasta mánuði og eignaupptökumálum vegna vanskila á bandarískum fasteignalánum hafi fjölgað til muna. Blaðið segir bandaríska seðlabankann undrast mjög síðustu vaxtaákvörðun evrópska seðlabankans frá á fimmtudag en þá var vöxtum haldið óbreyttum enn á ný. Vísað var til hárrar verðbólgu, 3,2 prósenta, evrusvæðinu í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Á sama tíma hefur hagvöxtur dregist saman á Ítalíu og mjög hægt á fasteignamarkaði á Spáni og Írlandi, að sögn Telegraph. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, hefur hins vegar lagt áherslu á að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en verðbólga gefi fyrst undan. Telegraph segir fjölda seðlabanka víða um heim hafa lækkað stýrivexti sína vegna ástandsins á fjármálamörkuðum upp á síðkastið og þyki bandaríska seðlabankanum undarlegt að sá evrópski þráist við. Ósamræmi í aðgerðum bankanna geti grafið undan tiltrú á bankastjórnina. Breska blaðið Guardian bætir því við að útlit sé fyrir að bandaríski seðlabankinn verði að lækka stýrivexti frekar á næstunni, um 50 punkta hið minnsta. Nauðsynlegt sé að boða stýrivaxtalækkun á ný mjög fljótlega eftir næstu vaxtaákvörðun eigi að komast hjá frekari taugatitringi í röðum fjárfesta, jafnvel boða til neyðarfundarlækkunar á milli funda líkt og í janúar. Næsti vaxtaákvörðunardagur bandaríska seðlabankans er 18. mars næstkomandi. Telegraph segir ekki útilokað að stýrivextir í Bandaríkjunum verði lækkaðir niður í allt að eitt prósent á árinu vegna ástandsins á fjármálamörkuðum. Hlutabréfavísitölur tóku dýfu í Bandaríkjunum í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,22 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,36 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira