Svartsýni í Bandaríkjunum 25. mars 2008 16:08 Væntingar bandarískra neytenda um stöðu og horfur efnahagsmála hafa ekki verið dræmari í fimm ár, samkvæmt nýrri könnun. Helstu gengisvísitölur vestanhafs lækkuðu lítillega í kjölfarið eftir mikla hækkun síðustu daga. Fjárfestar eru engu að síður bjartsýnir eftir að JP Morgan hækkaði tilboð sitt í Bear Stearns. Inn í væntingar neytenda spila miklar verðhækkanir, verðlækkun á fasteignamarkaði og svartsýni um vinnumarkaðinn en atvinnuleysi jókst í síðasta mánuði. Þá er óttast að samdráttarskeið hafi runnið upp. Væntingarvísitalan mælist nú 64,5 stig en var 76,4 stig. Markaðsaðilar höfðu spáð því að vísitalan myndi fara í 73,0 stig. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár, eða nokkrum dögum fyrir innrás bandaríska hersins inn í Írak í mars árið 2003. Bandaríski hagfræðingurinn Bernard Baumohl segir í samtali við fréttastofuna Associated Press ekki útlit fyrir að bjartara verði yfir bandarískum neytendum fyrr en um mitt á í fyrsta lagi. Þá muni aðgerðir ríkisstjórnarinnar skila sér í vasa landsmanna, að hans mati. Fjárfestar vestanhafs voru afar bjartsýnir á að mesta hretinu á hlutabréfamarkaði væri lokið fyrir páska enda tóku vísitölur kipp upp á við og hafa hækkað nær sleitulítið fram til nú þegar þær tóku að lækka. Mestu munar um að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan býður nú 10 dali á hlut í Bear Stearns í stað tveggja dala áður. Gengi bréfa í Bear Stearns rauk upp í kjölfarið, úr um fjórum dölum á hlut í rúma tíu. Hlutabréfavísitölur hafa sveiflast nokkuð eftir að væntingarvísitalan var birt í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,21 prósent en Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,22 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Væntingar bandarískra neytenda um stöðu og horfur efnahagsmála hafa ekki verið dræmari í fimm ár, samkvæmt nýrri könnun. Helstu gengisvísitölur vestanhafs lækkuðu lítillega í kjölfarið eftir mikla hækkun síðustu daga. Fjárfestar eru engu að síður bjartsýnir eftir að JP Morgan hækkaði tilboð sitt í Bear Stearns. Inn í væntingar neytenda spila miklar verðhækkanir, verðlækkun á fasteignamarkaði og svartsýni um vinnumarkaðinn en atvinnuleysi jókst í síðasta mánuði. Þá er óttast að samdráttarskeið hafi runnið upp. Væntingarvísitalan mælist nú 64,5 stig en var 76,4 stig. Markaðsaðilar höfðu spáð því að vísitalan myndi fara í 73,0 stig. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár, eða nokkrum dögum fyrir innrás bandaríska hersins inn í Írak í mars árið 2003. Bandaríski hagfræðingurinn Bernard Baumohl segir í samtali við fréttastofuna Associated Press ekki útlit fyrir að bjartara verði yfir bandarískum neytendum fyrr en um mitt á í fyrsta lagi. Þá muni aðgerðir ríkisstjórnarinnar skila sér í vasa landsmanna, að hans mati. Fjárfestar vestanhafs voru afar bjartsýnir á að mesta hretinu á hlutabréfamarkaði væri lokið fyrir páska enda tóku vísitölur kipp upp á við og hafa hækkað nær sleitulítið fram til nú þegar þær tóku að lækka. Mestu munar um að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan býður nú 10 dali á hlut í Bear Stearns í stað tveggja dala áður. Gengi bréfa í Bear Stearns rauk upp í kjölfarið, úr um fjórum dölum á hlut í rúma tíu. Hlutabréfavísitölur hafa sveiflast nokkuð eftir að væntingarvísitalan var birt í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,21 prósent en Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,22 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira