Markaðurinn dregur andann eftir mikla hækkun 26. mars 2008 09:12 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Gengi hlutabréfa í félaginu hefur lækkað lítillega í sænsku kauphöllinni eftir mikla hækkun síðustu daga. Mynd/Vilhelm Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,41 prósent frá upphafi dags. Þetta er í samræmi við þróunina á helstu hlutabréfamörkuðum á meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum eftir mikla hækkun síðan fyrir páska. Gengi bréfa í bankanum hefur hækkað um rúm tuttugu prósent síðan fyrir páska ef litið er til lægsta gildis þá og hæsta gildis nú. Mikil viðskipti voru með bréf Kaupþings í gær, bæði hér og í Svíþjóð, en gengi bréfa í bankanum hækkaði um tæp tíu prósent. Sænski bankinn SEB Enskilda var umsvifamikill kaupandi í gær og var talið að bæði bankinn hafi séð sér hag í kaupum á bréfunum auk þess sem skortsalar hafi verið að loka stöðum sínum og kaupa þau. Vísitölur á Norðurlöndunum hafa lækkað lítillega og hækkað það sem af er dags. OMX-30 hlutabréfavísitalan í Svíþjóð hefur lækkað um 0,16 prósent, OMX-25 vísitalan í Finnlandi um 0,25 prósent en C-20 vísitalan í Danmörku hækkað lítillega, eða um 0,04 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,2 prósent, Cac-40 vísitalan í Frakklandi hefur lækkað um 0,07 prósent á meðan Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 0,12 prósent. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,3 prósent við lokun markaða þar í landi í morgun. Viðskipti hefjast í Kauphöllinni hér eftir rúman hálftíma. Vísitalan hækkaði um 6,16 prósent í gær og hefur aldrei hækkað jafn mikið á einum degi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,41 prósent frá upphafi dags. Þetta er í samræmi við þróunina á helstu hlutabréfamörkuðum á meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum eftir mikla hækkun síðan fyrir páska. Gengi bréfa í bankanum hefur hækkað um rúm tuttugu prósent síðan fyrir páska ef litið er til lægsta gildis þá og hæsta gildis nú. Mikil viðskipti voru með bréf Kaupþings í gær, bæði hér og í Svíþjóð, en gengi bréfa í bankanum hækkaði um tæp tíu prósent. Sænski bankinn SEB Enskilda var umsvifamikill kaupandi í gær og var talið að bæði bankinn hafi séð sér hag í kaupum á bréfunum auk þess sem skortsalar hafi verið að loka stöðum sínum og kaupa þau. Vísitölur á Norðurlöndunum hafa lækkað lítillega og hækkað það sem af er dags. OMX-30 hlutabréfavísitalan í Svíþjóð hefur lækkað um 0,16 prósent, OMX-25 vísitalan í Finnlandi um 0,25 prósent en C-20 vísitalan í Danmörku hækkað lítillega, eða um 0,04 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,2 prósent, Cac-40 vísitalan í Frakklandi hefur lækkað um 0,07 prósent á meðan Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 0,12 prósent. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,3 prósent við lokun markaða þar í landi í morgun. Viðskipti hefjast í Kauphöllinni hér eftir rúman hálftíma. Vísitalan hækkaði um 6,16 prósent í gær og hefur aldrei hækkað jafn mikið á einum degi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf