Fjárfestar sáttir með sölu á Lehman Brothers 11. september 2008 21:00 Richard Fuld. Forstjóri Lehman Brothers hefur ástæðu til að vera stúrinn þessa dagana. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að spurðist út að stjórnendur bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers ynnu nú að því hörðum höndum að selja hann að mestu leyti eða öllu og forða honum með því móti frá gjaldþroti. Gengi bréfa í bankanum féll um 42 prósent í dag og hefur því fallið um rúm 70 prósent í vikunni. Richard Fuld, forstjóri bankans, sem er sá fjórði umsvifamesti í Bandaríkjunum, hefur þráfaldlega sagt stöðu bankans góða. Stjórnendur sáu sig hins vegar nauðbeygða í gær til að birta ársfjórðungsuppgjör fyrr en áætlað var til að sýna stöðu hans. Þar kom fram að bankinn tapaði 3,9 milljörðum bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi, sem er talsvert meira en reiknað hafði verið með. Tapið er að mestu tilkomið vegna falls á eignasafni, sem tengist bandarískum fasteignalánum. Slæm staða bankans dró hlutabréfamarkaðinn niður með sér fyrri hluta dags. Þegar fréttir bárust af leit stjórnenda leitaði markaðurinn upp á við að mestu. Nokkrir bankar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur. Þar á meðal er bandaríski bankinn Bank of America, hinn breski Barclays, franski bankinn BNP Paribas, þýski risabankinn Deutsche Bank og ýmis fjárfestingafélög, að sögn fréttastofu Associated Press (AP). Stjórnendur bankans hafa ekki viljað tjá sig um málið, að sögn AP. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,46 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,32 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að spurðist út að stjórnendur bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers ynnu nú að því hörðum höndum að selja hann að mestu leyti eða öllu og forða honum með því móti frá gjaldþroti. Gengi bréfa í bankanum féll um 42 prósent í dag og hefur því fallið um rúm 70 prósent í vikunni. Richard Fuld, forstjóri bankans, sem er sá fjórði umsvifamesti í Bandaríkjunum, hefur þráfaldlega sagt stöðu bankans góða. Stjórnendur sáu sig hins vegar nauðbeygða í gær til að birta ársfjórðungsuppgjör fyrr en áætlað var til að sýna stöðu hans. Þar kom fram að bankinn tapaði 3,9 milljörðum bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi, sem er talsvert meira en reiknað hafði verið með. Tapið er að mestu tilkomið vegna falls á eignasafni, sem tengist bandarískum fasteignalánum. Slæm staða bankans dró hlutabréfamarkaðinn niður með sér fyrri hluta dags. Þegar fréttir bárust af leit stjórnenda leitaði markaðurinn upp á við að mestu. Nokkrir bankar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur. Þar á meðal er bandaríski bankinn Bank of America, hinn breski Barclays, franski bankinn BNP Paribas, þýski risabankinn Deutsche Bank og ýmis fjárfestingafélög, að sögn fréttastofu Associated Press (AP). Stjórnendur bankans hafa ekki viljað tjá sig um málið, að sögn AP. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,46 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,32 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent