Frederic Mishkin, einn af seðlabankastjórum bandaríska seðlabankans, hefur sagt upp hjá bankanum og ætlar að snúa sér að kennslustörfum á ný í vetur. Mishkin skrifaði skýrslu um íslensk efnahagsmál fyrir tveimur árum.
Hann hefur þegar afhent uppsagnarbréf sitt og hyggst snúa aftur til starfa við Columbia-háskóla, að sögn fréttastofu Reuters sem vitnar til heimildarmanns nátengdum bankastjóranum.
Mishkin var prófessor í hagfræði við skólann áður en hann settist í stól seðlabankastjóra vestanhafs. Í síðustu bankakreppu hér á landi á vordögum 2006 skrifaði hann skýrslu um íslensk efnahagsmál ásamt dr. Tryggva Þór Herbertssyni, þá forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Tryggvi er nú forstjóri Askar Capital.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)