Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi 5. júní 2008 11:12 Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra. Mynd/AFP Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er í samræmi við spár enda óttast að verðbólga geti aukist verði vextirnir lækkaðir, líkt og Bloomberg-fréttaveitan greindi frá í gær. Verðbólga mældist 3,0 prósent í Bretlandi í apríl en verðbólgumarkmið Englandsbanka hljóðar upp á 2,0 prósent. Fari verðbólga yfir þrjú prósent verður Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, að gera grein fyrir hækkuninni frammi fyrir fjármálaráðherra. Slíkt gerðist fyrir rétt rúmu ári. Breska ríkisútvarpið bendir hins vegar á að seðlabankinn, líkt og bankar í fleiri löndum, sé á milli steins og sleggju enda hafi verð á matvælum og eldsneyti hækkað mikið samhliða því sem dregið hafi úr einkaneyslu. Í ofanálag lækkaði verð á húsnæði að jafnaði um 2,4 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum. Lækkun vaxta gæti fengið neytendur til að sleppa taki á veski sínu, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlar líkur eru hins vegar á því í bili, að sögn BBC. Að því er fram kom hjá Bloomberg-fréttaveitunni í gær er reiknað með því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum beggja vegna Atlantsála árið á enda. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er í samræmi við spár enda óttast að verðbólga geti aukist verði vextirnir lækkaðir, líkt og Bloomberg-fréttaveitan greindi frá í gær. Verðbólga mældist 3,0 prósent í Bretlandi í apríl en verðbólgumarkmið Englandsbanka hljóðar upp á 2,0 prósent. Fari verðbólga yfir þrjú prósent verður Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, að gera grein fyrir hækkuninni frammi fyrir fjármálaráðherra. Slíkt gerðist fyrir rétt rúmu ári. Breska ríkisútvarpið bendir hins vegar á að seðlabankinn, líkt og bankar í fleiri löndum, sé á milli steins og sleggju enda hafi verð á matvælum og eldsneyti hækkað mikið samhliða því sem dregið hafi úr einkaneyslu. Í ofanálag lækkaði verð á húsnæði að jafnaði um 2,4 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum. Lækkun vaxta gæti fengið neytendur til að sleppa taki á veski sínu, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlar líkur eru hins vegar á því í bili, að sögn BBC. Að því er fram kom hjá Bloomberg-fréttaveitunni í gær er reiknað með því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum beggja vegna Atlantsála árið á enda.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira