Talsverð hækkun á Wall Street 5. júní 2008 20:16 Helstu hlutabréfavísitölur ruku upp á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag eftir jákvæðar fréttir af vinnumarkaði og úr smásölugeiranum. Samkvæmt tölum sem bandaríska vinnumálastofnunin birti í dag dró úr atvinnuleysi á milli vikna í síðustu viku. Þetta er önnur niðurstaða en almennt var búist við. Bráðabirgðatölur benda til að rétt um þrjár milljónir manna hafi sótt um atvinnuleysisbætur í síðasta mánuði en þeir hafa ekki verið fleiri í fjögur ár. Endanlegar tölur um atvinnuleysi vestanhafs í síðasta mánuði verða birtar á morgun. Þá jókst velta í smásöluverslun meira en reiknað hafði verið með. Mest er aukningin hjá lágvöruverslunum á borð við Wal-Mart og Costco. Hlut að máli eiga ávísanir sem bandaríkjastjórn er að senda 130 milljónum manna um þessar mundir. Heildarupphæðin hljóðar upp á 168 milljarða dala, jafnvirði rúmra 13 þúsund milljarða íslenskra króna, en tilgangur ávísananna að hleypa lífi í einkaneyslu og draga með því móti úr líkum á samdrætti í efnahagslífinu. Þessari fréttir urðu til þess að efla trú fjárfesta á styrk bandarísks hagkerfis og hófu þeir að fjárfesta í hlutabréfum á nýjan leik. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,73 prósent og Nasdaq-vísitalan rauk upp um 1,87 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur ruku upp á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag eftir jákvæðar fréttir af vinnumarkaði og úr smásölugeiranum. Samkvæmt tölum sem bandaríska vinnumálastofnunin birti í dag dró úr atvinnuleysi á milli vikna í síðustu viku. Þetta er önnur niðurstaða en almennt var búist við. Bráðabirgðatölur benda til að rétt um þrjár milljónir manna hafi sótt um atvinnuleysisbætur í síðasta mánuði en þeir hafa ekki verið fleiri í fjögur ár. Endanlegar tölur um atvinnuleysi vestanhafs í síðasta mánuði verða birtar á morgun. Þá jókst velta í smásöluverslun meira en reiknað hafði verið með. Mest er aukningin hjá lágvöruverslunum á borð við Wal-Mart og Costco. Hlut að máli eiga ávísanir sem bandaríkjastjórn er að senda 130 milljónum manna um þessar mundir. Heildarupphæðin hljóðar upp á 168 milljarða dala, jafnvirði rúmra 13 þúsund milljarða íslenskra króna, en tilgangur ávísananna að hleypa lífi í einkaneyslu og draga með því móti úr líkum á samdrætti í efnahagslífinu. Þessari fréttir urðu til þess að efla trú fjárfesta á styrk bandarísks hagkerfis og hófu þeir að fjárfesta í hlutabréfum á nýjan leik. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,73 prósent og Nasdaq-vísitalan rauk upp um 1,87 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira