Bílaframleiðandinn Saab í Svíþjóð hyggst fara fram á greiðslustöðvun og reyna að koma á rekstrarlegum umbótum. Búist er við að beiðni um greiðslustöðvunina verði lögð fyrir dómstól á morgun. Ákvörðun stjórnenda Saab er tekin í kjölfar þeirra skilaboða frá eigandanum General Motors, að ekki komi til greina að leggja meira fé í Saab en þegar hefur verið gert.
