Viðskipti erlent

Svörtustu fjárlög í sögu Breta

Alastair Darling fjármálaráðherra Bretlands kynnir í hádeginu svörtustu fjárlög sem Bretar hafa séð í mannsaldur eða meira.

Búist er við að fjárlagahallinn verði hundrað og sextíu milljarðar sterlingspunda. Það eru yfir þrjátíu þúsund milljarðar króna.

Jafnframt er hagkerfið að skreppa saman hraðar en nokkru sinni síðan í síðari heimsstyrjöldinni með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi og rekstrarerfiðleikum fyrirtækja.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×