Forstjóri settur til hliðar 22. janúar 2009 05:00 Stjórn bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports greindi frá því í fyrradag að forstjóranum, Chris Ronnie, hefði verið vikið tímabundið frá störfum. Ástæðan er rannsókn stjórnar JJB á því hvers vegna Ronnie sat á þeim upplýsingum að Singer & Friedlander, banki Kaupþings í Lundúnum í Bretlandi, hefði gert veðkall í hlut hans og Existu í versluninni og tekið hann til sín. Singer & Friedlander er í greiðslustöðvun og sitja nú skilanefndir frá PriceWaterHouseCoopers og Ernst & Young á hlutnum. Ronnie keypti ásamt Existu 29 prósenta hlut í JJB um mitt ár 2007 fyrir 190 milljónir punda, jafnvirði 24 milljarða íslenskra króna, á þávirði. Kaupendur höfðu ákveðna áætlun á borðinu um viðsnúning í rekstri JJB en náðu ekki að hrinda henni í framkvæmd áður en þrengingar í bresku efnahagslífi settu strik í reikninginn. Gengi hlutabréfa í JJB hrundi í september í fyrra og stóð við upphaf viðskiptadagsins í gær í 7,3 pensum. Það er rúmlega 97 prósenta rýrnun á virði hlutafjár síðan Exista og Ronnie komu í hluthafahópinn. - jab Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórn bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports greindi frá því í fyrradag að forstjóranum, Chris Ronnie, hefði verið vikið tímabundið frá störfum. Ástæðan er rannsókn stjórnar JJB á því hvers vegna Ronnie sat á þeim upplýsingum að Singer & Friedlander, banki Kaupþings í Lundúnum í Bretlandi, hefði gert veðkall í hlut hans og Existu í versluninni og tekið hann til sín. Singer & Friedlander er í greiðslustöðvun og sitja nú skilanefndir frá PriceWaterHouseCoopers og Ernst & Young á hlutnum. Ronnie keypti ásamt Existu 29 prósenta hlut í JJB um mitt ár 2007 fyrir 190 milljónir punda, jafnvirði 24 milljarða íslenskra króna, á þávirði. Kaupendur höfðu ákveðna áætlun á borðinu um viðsnúning í rekstri JJB en náðu ekki að hrinda henni í framkvæmd áður en þrengingar í bresku efnahagslífi settu strik í reikninginn. Gengi hlutabréfa í JJB hrundi í september í fyrra og stóð við upphaf viðskiptadagsins í gær í 7,3 pensum. Það er rúmlega 97 prósenta rýrnun á virði hlutafjár síðan Exista og Ronnie komu í hluthafahópinn. - jab
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira