Viðskipti erlent

Exxon stærst bandarískra fyrirtækja á ný

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Olíu- og gasframleiðandinn Exxon Mobil hefur endurheimt toppsætið á lista Fortune yfir 500 stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Verslunarkeðjunni Wal-Mart, sem vermt hefur fyrsta sætið síðasta árið, var velt úr sessi og skipar hún nú annað sætið. Í kjölfarið fylgja Chevron, ConocoPhillips og General Electric. Það þykir furðu sæta að bílaframleiðandinn General Motors hangi í sjötta sæti listans eftir 30 milljarða dollara tap árið 2008. Hæstu tekjur síðasta árs höfðu Exxon, Chevron og Microsoft.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×