Útrásarvíkingarnir sjást ekki á Íslandi 13. apríl 2009 10:38 Útrásarvíkingarnir voru eitt sinn hetjur á Íslandi, hetjur sem færðu landinu stolt um leið og þeir keyptu upp eignir í Bretlandi og víða um Evrópu. En fall bankanna og krónunnar hefur lækkað rostann í þessu litla landi. Þúsundir íslendinga hafa tapað ævisparnaðinum, atvinnuleysi er komið yfir 9% og stýrivextir daðra við 18%. Mótmæli hafa fellt ríkisstjórnina og bankastjóra seðlabankans. Með þessum orðum hefst grein eftir Rowena Mason í breska blaðinu Daily Telagraph í dag. Í greininni er fjallað um ástandið á Íslandi og þar er sagt að eftir fall stóru bankanna þriggja sé fjármálalífið í molum og fyrrum hetjur þjóðarinnar standi frammi fyrir erfiðum spurningum sem þeir verði að svara. Margir þessara manna séu nú útskúfaðir og Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs komi meðal annars fram í áróðursmyndbandi á Youtube þar sem stefið úr myndinni Godfather sé leikið undir. Jón Ásgeir hafi ekki sést á Íslandi undanfarið og í síðasta mánuði hafi hann meðal annars sagt: „Ég kem aftur". Næsta dag hafi skopmyndir á íslenskum fréttasíðum á netinu varað fólk við fellibylnum Jón Ásgeir komi hann aftur til landsins. Aðrir víkingar, þar á meðal Lýður og Ágúst Guðmundssynir, bræðurnir á bak við Kaupþing, og Björgólfur Thor og Björgóflur eldri sem stóðu að baki Landsbankanum, hafi ekki sés á götum Reykjavíkur eftir fallið. Embætti sérstaks saksóknara um bankahrunið hafi verið stofnað sem hafi fengið mikla fjárveitingu. Síðan er sagt frá því að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hafi sagt margt lílkt með ástandinu hér á landi og hinu fallna Enron í Bandaríkjunum. Embætti sérstaks saksóknara er sagt hafa vaxið gríðarlega eða úr fjórum starfsmönnum upp í tuttugu. Ein af mörgum sláandi staðreyndum er sögð sú að næstum helmingurinn af öllum lánum íslensku bankanna hafi farið í eignarhaldsfélög, sem mörg hver eru tengd þessum sömu bönkum. Síðan er vitnað í útvarpsviðtal þar sem Arnór Sighvatsson aðstoðar seðlabankastjóri sagði: „Lánadrottnar bankanna hræðast að það hafi verið alltof mikið af stórum lánum sem fóru til fyrirtækja tengdum eigendum bankanna." Síðan er sagt frá því að stjórnmálamenn og menn úr viðskiptalífinu sem hafi haldið fjölmiðlunum í gíslingu séu smátt og smátt að missa völdin. Einn af þeim sem hafi hvað mest gagnrýnt þetta sé Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra sem hafi setið í ríkisstjórn þegar kerfið hrundi. „Ég hef skrifað mikið um vandamálin í fjármálalífnu síðustu fjórtán árin, og sumt af því get ég aðeins borið saman við Enron. Fyrirtækin hér á landi hafa spilað leik, þar sem fjölmiðlar hafa tekið þátt í að láta þá líta vel út. Það eina sem við getum vonað er að erlendir fjölmiðlar fari að átta sig á því hvað var hér í gangi." Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Útrásarvíkingarnir voru eitt sinn hetjur á Íslandi, hetjur sem færðu landinu stolt um leið og þeir keyptu upp eignir í Bretlandi og víða um Evrópu. En fall bankanna og krónunnar hefur lækkað rostann í þessu litla landi. Þúsundir íslendinga hafa tapað ævisparnaðinum, atvinnuleysi er komið yfir 9% og stýrivextir daðra við 18%. Mótmæli hafa fellt ríkisstjórnina og bankastjóra seðlabankans. Með þessum orðum hefst grein eftir Rowena Mason í breska blaðinu Daily Telagraph í dag. Í greininni er fjallað um ástandið á Íslandi og þar er sagt að eftir fall stóru bankanna þriggja sé fjármálalífið í molum og fyrrum hetjur þjóðarinnar standi frammi fyrir erfiðum spurningum sem þeir verði að svara. Margir þessara manna séu nú útskúfaðir og Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs komi meðal annars fram í áróðursmyndbandi á Youtube þar sem stefið úr myndinni Godfather sé leikið undir. Jón Ásgeir hafi ekki sést á Íslandi undanfarið og í síðasta mánuði hafi hann meðal annars sagt: „Ég kem aftur". Næsta dag hafi skopmyndir á íslenskum fréttasíðum á netinu varað fólk við fellibylnum Jón Ásgeir komi hann aftur til landsins. Aðrir víkingar, þar á meðal Lýður og Ágúst Guðmundssynir, bræðurnir á bak við Kaupþing, og Björgólfur Thor og Björgóflur eldri sem stóðu að baki Landsbankanum, hafi ekki sés á götum Reykjavíkur eftir fallið. Embætti sérstaks saksóknara um bankahrunið hafi verið stofnað sem hafi fengið mikla fjárveitingu. Síðan er sagt frá því að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hafi sagt margt lílkt með ástandinu hér á landi og hinu fallna Enron í Bandaríkjunum. Embætti sérstaks saksóknara er sagt hafa vaxið gríðarlega eða úr fjórum starfsmönnum upp í tuttugu. Ein af mörgum sláandi staðreyndum er sögð sú að næstum helmingurinn af öllum lánum íslensku bankanna hafi farið í eignarhaldsfélög, sem mörg hver eru tengd þessum sömu bönkum. Síðan er vitnað í útvarpsviðtal þar sem Arnór Sighvatsson aðstoðar seðlabankastjóri sagði: „Lánadrottnar bankanna hræðast að það hafi verið alltof mikið af stórum lánum sem fóru til fyrirtækja tengdum eigendum bankanna." Síðan er sagt frá því að stjórnmálamenn og menn úr viðskiptalífinu sem hafi haldið fjölmiðlunum í gíslingu séu smátt og smátt að missa völdin. Einn af þeim sem hafi hvað mest gagnrýnt þetta sé Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra sem hafi setið í ríkisstjórn þegar kerfið hrundi. „Ég hef skrifað mikið um vandamálin í fjármálalífnu síðustu fjórtán árin, og sumt af því get ég aðeins borið saman við Enron. Fyrirtækin hér á landi hafa spilað leik, þar sem fjölmiðlar hafa tekið þátt í að láta þá líta vel út. Það eina sem við getum vonað er að erlendir fjölmiðlar fari að átta sig á því hvað var hér í gangi."
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira