Hlutabréf á asískum mörkuðum hækkuðu í verði í morgun, annan daginn í röð, eftir að stjórnvöld ýmissa ríkja boðuðu enn frekari umbætur í efnahagsmálum.
Seðlabanki Indónesíu lækkaði stýrivexti í morgun, þriðja mánuðinn í röð, og Kínverjar hófu annan áfanga áætlunar sinnar um víðtæka aðstoð til handa fyrirtækja og banka í kröggum. Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um rúmlega þrjú prósent í viðskiptum dagsins.