Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka og er nú að nálgast 1.600 dollara fyrir tonnið.
Álverðið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga hjá kaupendum stendur nú í 1.585 dollurum á tonnið á London Metal Exchange markaðinum.
Á þriðjudaginn var stóð þetta verð í 1.518 dollurum og hefur verðið því hækkað um 4,4% á síðustu þremur dögum.
Um áramótin fór álverðið undir 1.400 dollara á tonnið en hefur farið hækkandi síðan.