Iceland vill fleiri Woolworths verslanir 6. apríl 2009 10:32 Engan bilbug er að finna á forsvarsmönnum verslunarkeðjunnar Iceland í Bretlandi þrátt fyrir efnahagserfiðleika. Baugur átti stóran hlut í keðjunni sem nú hefur færst á forræði Landsbankans og Glitnis en stofnandi Iceland, Malcolm Walker, segist áforma að opna enn fleiri verslanir. Á dögunum var tilkynnt um að Iceland hefði keypt 51 búð sem áður var undir merkjum Woolworths, sem hefur riðað til falls, víðs vegar um Bretland og blaðið The Daily Express hefur eftir Walker í gær að til standi að gera meira af því. „Það eru um 500 tómar Woolworths búðir," segir Walker, „staðsetning hluta þeirra gæti hentað okkur og við erum í viðræðum við eigendur fasteignana og ég er viss um að við eigum eftir að opna fleiri Iceland búðir síðar á árinu." Iceland eru nú með 700 verslanir í Bretlandi og þeir hafa einnig verið að kaupa nokkrar verslanir sem áður hýstu Marks & Spencer Simply Food verslanir. Walker neitar einnig þeim sögusögnum að skiptaráðendur í Baugi séu að reyna að selja 13 prósenta hlut félagsins í Iceland. Walker og aðrir hluthafar í Iceland eiga forkaupsrétt í bréfum Baugs og segir hann að ekki hafi verið haft samband við þá. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Engan bilbug er að finna á forsvarsmönnum verslunarkeðjunnar Iceland í Bretlandi þrátt fyrir efnahagserfiðleika. Baugur átti stóran hlut í keðjunni sem nú hefur færst á forræði Landsbankans og Glitnis en stofnandi Iceland, Malcolm Walker, segist áforma að opna enn fleiri verslanir. Á dögunum var tilkynnt um að Iceland hefði keypt 51 búð sem áður var undir merkjum Woolworths, sem hefur riðað til falls, víðs vegar um Bretland og blaðið The Daily Express hefur eftir Walker í gær að til standi að gera meira af því. „Það eru um 500 tómar Woolworths búðir," segir Walker, „staðsetning hluta þeirra gæti hentað okkur og við erum í viðræðum við eigendur fasteignana og ég er viss um að við eigum eftir að opna fleiri Iceland búðir síðar á árinu." Iceland eru nú með 700 verslanir í Bretlandi og þeir hafa einnig verið að kaupa nokkrar verslanir sem áður hýstu Marks & Spencer Simply Food verslanir. Walker neitar einnig þeim sögusögnum að skiptaráðendur í Baugi séu að reyna að selja 13 prósenta hlut félagsins í Iceland. Walker og aðrir hluthafar í Iceland eiga forkaupsrétt í bréfum Baugs og segir hann að ekki hafi verið haft samband við þá.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira