Fjárfestingar í takt við boðskap Kóranins er eitt mest ört vaxandi fyrirbærið á mörkuðum í London þessi misserin og verður ef til vill ein af mikilvægustu tekjulindum bankanna í náinni framtíð, að mati Richards Thomas, stjórnarformanns Gatehouse Bank.
Gatehouse Bank var stofnaður í London fyrir tæpu ári síðan og varð þá fimmti sharía bankinn á Stóra Bretlandi. Velgengni bankans þykir benda til þess að áhuginn í að fjárfesta í takt við reglur Kóranins fari vaxandi. Ekki bara í múslimaríkjum heldur einnig í öðrum ríkjum þar sem nýrra leiða er leitað í fjárfestingum. Bankar líkt og Gatehouse Banki, sem starfa eftir reglum kóranins, taka ekki vexti af útlánum heldur taka þeir þóknun í upphafi viðskipta.
Þá er óleyfilegt samkvæmt reglum sharíabanka að fjárfesta í óefnislegum eignum og hefur það vakið mikla athygli eftir því sem Richard Thomas segir. Thomas segir að með því fyrirkomulagi sem Gatehouse notar sé áhætta höfð í lágmarki. Af þessum ástæðum hafi fyrirkomulagið sem starfað er eftir vakið athygli í Bandaríkjunum, Sviss og víðar.
Sharíabankar vekja athygli víða um heim
