Skilanefnd Kaupþings krefur Tchenguiz um 35 milljarða 17. maí 2009 08:41 Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt breska fjárfestinum Robert Tchenguiz og krafið hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða kr. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield sem skilanefndin telur að hafi átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. Fjallað er um málið í The Observer, sunnudagsútgáfu The Guardian. Blaðið segir að stefnan sýni hve samskipti bankans og Tchenguiz séu orðin sirð en um tíma voru lán Kaupþings til fjárfestisins um 46% af heildarlánasafni bankans. Tchenguiz hefur farið illa út úr fjármálakreppunni en fjárfestingarfélag hans, Discretionary Trust (TDT), neyddist til að afhenda Kaupþingi verulegan hlut af eignum sínum eftir bankahrunið s.l. haust. Þetta gerðist eftir veðkall þegar eitt af eignarhaldsfélögum Tchenguiz gat ekki staðið við skilamála á lánum frá bankanum. Málsókn Kaupþings nú eru vegna ákvörðunnar stjórnar TDT um að taka eignarhlutinn í Somerfield út úr flóknum lánasamningi eftir að veðköll Kaupþings á hendur Tchenguiz hófust s.l. haust. Málsskjölin frá Kaupþingi sína flókin vef lána, eignarhalds, hagnaðarskiptingar og ábyrgða milli félaga sem skráð eru á Bresku Jómfrúreyjum, Mön og Guernsey. Samanlagt hefur Kaupþing lánað félögum undir stjórn TDT á þessum eyjum um 900 miljónir punda eða um 172 milljarða kr. Kaupþing heldur því fram að hlutinn í Somerfield hefði aldrei átt að flytja úr vörslu félaga sem stjórnað er af Oscatello sem hélt utan um viðskiptin á fyrrgreindum eyjum en áður hefur komið fram að Kaupþing hefur einnig stefnt Oscatello. Samkvæmt frétt Observer mun vörn Tchenguiz byggjast á munnlegu samkomulagi sem gert var yfir kvöldverði á veitingahúsinu Scott´s í Mayfair. Óljóst sé hverjir þar áttu hlut að máli en meint samkomulag gekk út á að taka Somerfield hlutinn úr hinu flókna lánaferli, án þess að það væri brot á lánaskimálunum, þannig að salan á honum færi ekki í vasa Kaupþings Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt breska fjárfestinum Robert Tchenguiz og krafið hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða kr. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield sem skilanefndin telur að hafi átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. Fjallað er um málið í The Observer, sunnudagsútgáfu The Guardian. Blaðið segir að stefnan sýni hve samskipti bankans og Tchenguiz séu orðin sirð en um tíma voru lán Kaupþings til fjárfestisins um 46% af heildarlánasafni bankans. Tchenguiz hefur farið illa út úr fjármálakreppunni en fjárfestingarfélag hans, Discretionary Trust (TDT), neyddist til að afhenda Kaupþingi verulegan hlut af eignum sínum eftir bankahrunið s.l. haust. Þetta gerðist eftir veðkall þegar eitt af eignarhaldsfélögum Tchenguiz gat ekki staðið við skilamála á lánum frá bankanum. Málsókn Kaupþings nú eru vegna ákvörðunnar stjórnar TDT um að taka eignarhlutinn í Somerfield út úr flóknum lánasamningi eftir að veðköll Kaupþings á hendur Tchenguiz hófust s.l. haust. Málsskjölin frá Kaupþingi sína flókin vef lána, eignarhalds, hagnaðarskiptingar og ábyrgða milli félaga sem skráð eru á Bresku Jómfrúreyjum, Mön og Guernsey. Samanlagt hefur Kaupþing lánað félögum undir stjórn TDT á þessum eyjum um 900 miljónir punda eða um 172 milljarða kr. Kaupþing heldur því fram að hlutinn í Somerfield hefði aldrei átt að flytja úr vörslu félaga sem stjórnað er af Oscatello sem hélt utan um viðskiptin á fyrrgreindum eyjum en áður hefur komið fram að Kaupþing hefur einnig stefnt Oscatello. Samkvæmt frétt Observer mun vörn Tchenguiz byggjast á munnlegu samkomulagi sem gert var yfir kvöldverði á veitingahúsinu Scott´s í Mayfair. Óljóst sé hverjir þar áttu hlut að máli en meint samkomulag gekk út á að taka Somerfield hlutinn úr hinu flókna lánaferli, án þess að það væri brot á lánaskimálunum, þannig að salan á honum færi ekki í vasa Kaupþings
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira