Viðskipti erlent

Olíuverð á heimsmarkaði lækkar

Olíuverð fer lækkandi á heimsmarkaði og fór niður fyrir 35 dollara á tunnu vestanhafs í gær. Norðursjávarolía var þá í 41 dollara eftir að hafa lækkað um tvo og hálfan dollara frá því fyrir helgi.

Sérfræðingar sjá ekki merki um hækkun á næstunni, jafnvel þótt OPEC-olíuútflutningsríkin grípi til þess ráðs að draga úr framleiðslu til að knýja fram verðhækkun. Það séu til það miklar birgðir í heiminum að slíkt myndi ekki hafa áhrif nærri strax.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×