Milljarðabónusar til starfsmanna UBS vekja ofsareiði í Sviss 27. janúar 2009 13:17 Ofsareiði ríkir nú meðal almennings í Sviss eftir að ljóst varð að stjórn UBS bankans ætlar að borga starfsmönnum sínum samtals 2 milljarða franka eða um 210 milljarða kr. í bónusgreiðslur fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á e24.no kemur fram að upphaflega ætlaði stjórn bankans að borga starfsmönnum sínum 3 milljarða franka en dró aðeins í land á síðustu stundu. Þegar ljóst varð s.l. haust að stjórnvöld í Sviss þurftu að koma UBS til aðstoðar og láta bankanum í té 20 milljarða franka eða um 2.100 milljarða kr. til að forða honum frá falli urðu uppþot fyrir utan höfuðstöðvar UBS í Zürich og víðar í Sviss. Bónusgreiðslur eru fastur liður í bankasamfélagi Sviss en það virkar eins og rauð dula framan í andlit almennings í Sviss að ætla að verðlauna starfsmenn bankans fyrir það að hafa nær rekið UBS í gjaldþrot. Hver almennur starfsmaður fær tæplega 3 milljónir kr. í sinn hlut en stjórnendur fá snökktum hærri upphæð. Komið hefur fram þverpólitísk og hörð gagnrýni á bónusgreiðslurnar á svissneska þinginu en hún hrekkur af stjórn UBS eins og vatn af gæs. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ofsareiði ríkir nú meðal almennings í Sviss eftir að ljóst varð að stjórn UBS bankans ætlar að borga starfsmönnum sínum samtals 2 milljarða franka eða um 210 milljarða kr. í bónusgreiðslur fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á e24.no kemur fram að upphaflega ætlaði stjórn bankans að borga starfsmönnum sínum 3 milljarða franka en dró aðeins í land á síðustu stundu. Þegar ljóst varð s.l. haust að stjórnvöld í Sviss þurftu að koma UBS til aðstoðar og láta bankanum í té 20 milljarða franka eða um 2.100 milljarða kr. til að forða honum frá falli urðu uppþot fyrir utan höfuðstöðvar UBS í Zürich og víðar í Sviss. Bónusgreiðslur eru fastur liður í bankasamfélagi Sviss en það virkar eins og rauð dula framan í andlit almennings í Sviss að ætla að verðlauna starfsmenn bankans fyrir það að hafa nær rekið UBS í gjaldþrot. Hver almennur starfsmaður fær tæplega 3 milljónir kr. í sinn hlut en stjórnendur fá snökktum hærri upphæð. Komið hefur fram þverpólitísk og hörð gagnrýni á bónusgreiðslurnar á svissneska þinginu en hún hrekkur af stjórn UBS eins og vatn af gæs.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira