Viðskipti erlent

Danske Bank kominn á hnéin eftir gífurleg útlánatöp

Stærsti banki Danmerkur, Danske Bank, er nú kominn á hnéin eftir gífurleg útlánatöp á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Og Peter Straarup bankastjóri bankans aðvarar hlutahafa um að ástandið muni versna á þessu ári.

Útlánatapið á fjórða ársfjórðung nam 9 milljörðum danskra kr. eða um 180 milljörðum kr.. Þar með varð tap bankans á síðasta ári 12 milljarðar danskra kr. í heildina, eða um 240 milljarðar kr..

Danskir fjölmiðlar telja að Danske Bank muni neyðast til að leita aðstoðar stjórnvalda í Danmörku til að halda sér gangandi því framtíðin er kolsvört hjá bankanum.

Jyllands-Posten ræðir við nokkra greinendur um árið í ár en þeir spá því að tap bankans gæti numið allt að 20 milljörðum danskra kr. eða um 400 milljörðum kr..

Straarup segir hinsvegar að bankinn geti vel staðið þetta af sér. Þeir hafi tekjur upp á 15 milljarða danskra kr. til að taka af sér versta höggið í æar og geti einnig sótt í lánapakkann sem dönsk stjórnvöld samþykktu nýlega til handa bönkum í vandræðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×