Óttuðust annað hrunaskeið vegna Dubai 1. desember 2009 06:00 Ríkisfyrirtækið Dubai World hefur staðið fyrir ævintýralegri uppbyggingu í Dúbaí. Fréttablaðið/getty Helstu hlutabréfavísitölur í Miðausturlöndum lækkuðu í gær vegna ótta við að stoðir arabísku fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World myndu valda nýrri fjármálakreppu. Skuldir samstæðunnar nema sextíu milljörðum dala og óskuðu forráðamenn hennar eftir því í síðustu viku að fá hálft ár til að gera upp mál sín. Dubai World hefur að mestu staðið fyrir uppbyggingu í arabaríkinu Dúbaí og byggt þar upp skýjakljúfa og manngerðar eyjar. Erlendar skuldir Dúbaí-ríkis eru aðeins tuttugu milljörðum dala hærri en skuld fyrirtækjasamsteypunnar, sem er að öllu leyti í eigu hins opinbera. Þrátt fyrir það hafði bandaríska stórblaðið Wall Street Journal eftir háttsettum ráðamönnum í Dúbaí ekki ríkisábyrgð á skuldum fyrirtækisins og ætti ríkið ekki að greiða fyrir óráðsíu einkafyrirtækis. Helstu lánardrottnar Dúbaí og fyrirtækja þar í landi eru bresk fjármálafyrirtæki. Gengi hlutabréfa þeirra lækkaði hressilega í dag vegna óvissunnar í Dúbaí bæði í síðustu viku og um helgina. Ástandið batnaði nokkuð síðdegis í gær í kjölfar þess að seðlabanki Sameinuðu arabísku furstadæmanna ákvað að ábyrgjast skuldir nágrannaríkisins og fyrirtækja í eigu þess. Í kjölfarið hafði Bloomberg eftir fjármálasérfræðingum að líklegt þyki að fyrirtæki í landinu geti staðið við skuldbindingar sínar.- jab Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Miðausturlöndum lækkuðu í gær vegna ótta við að stoðir arabísku fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World myndu valda nýrri fjármálakreppu. Skuldir samstæðunnar nema sextíu milljörðum dala og óskuðu forráðamenn hennar eftir því í síðustu viku að fá hálft ár til að gera upp mál sín. Dubai World hefur að mestu staðið fyrir uppbyggingu í arabaríkinu Dúbaí og byggt þar upp skýjakljúfa og manngerðar eyjar. Erlendar skuldir Dúbaí-ríkis eru aðeins tuttugu milljörðum dala hærri en skuld fyrirtækjasamsteypunnar, sem er að öllu leyti í eigu hins opinbera. Þrátt fyrir það hafði bandaríska stórblaðið Wall Street Journal eftir háttsettum ráðamönnum í Dúbaí ekki ríkisábyrgð á skuldum fyrirtækisins og ætti ríkið ekki að greiða fyrir óráðsíu einkafyrirtækis. Helstu lánardrottnar Dúbaí og fyrirtækja þar í landi eru bresk fjármálafyrirtæki. Gengi hlutabréfa þeirra lækkaði hressilega í dag vegna óvissunnar í Dúbaí bæði í síðustu viku og um helgina. Ástandið batnaði nokkuð síðdegis í gær í kjölfar þess að seðlabanki Sameinuðu arabísku furstadæmanna ákvað að ábyrgjast skuldir nágrannaríkisins og fyrirtækja í eigu þess. Í kjölfarið hafði Bloomberg eftir fjármálasérfræðingum að líklegt þyki að fyrirtæki í landinu geti staðið við skuldbindingar sínar.- jab
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira