Frá fyrsta til annars ársfjórðungs í ár hækkuðu eignaríbúðir um 1,2% , sumarhús hækkuðu um 3,2% en einbýlishús lækkuðu um 0,7% segir í frétt um málið á börsen.dk.
Fram kemur að tölurnar frá dönsku hagstofunni komi nokkuð á eftir annarri tölfræði en á móti séu þær endanlegar og búið að hreinsa út úr þeim öll vafaatriði.
Á börsen.dk segir að tölurnar um fasteignamarkaðinn séu mun jákvæðari en sérfræðingar áttu von á. Hinsvegar sé verð á eignaríbúðum enn lægra en það var árið 2005.
Samhliða verðhækkunum varð einnig aukning á veltunni á danska fasteignamarkaðinum milli fyrrgreindra tímabila og nam aukningin rúmlega 10%.